Þá er gestagangurinn yfirstaðinn. Í gær kvöddum við Pétur, Signý og Fannar en þau höfðu verið hjá okkur síðustu tvær vikurnar. Það var rosalega skrítið að hittast aftur eftir aðskilnaðinn. Við vorum sammála um að það væri helst hægt að sjá einhvern mun á börnunum en að öðru leiti væri eins og við hefðum varla kvaðst. Fannar orðinn skírmæltur og stór en systurnar búnar að hækka töluvert og Ylfa blaðraði látlaust á japönsku við gestina. Iðunn var ekki alveg að fatta þetta aðkomufólk en var fljót að líma sig fasta á Pétur. Þangað náði hún sér í eitt og eitt knús þegar þörf var á. Nökkvi var auvitað á kafi í prófum og átti lítinn sem engann tíma aflögu fyrstu dagana. Það leiddi af sér ansi margar búðarferðir og voru gestirnir orðnir sérfræðingar í verslunarmiðstöðvum nágrennisins á stuttum tíma. Þau komu líka beint í útsölurnar svo það var af nóg að taka.
Á laugardeginum var svo sumarhátíðin í leikskólanum. Við mæðurnar höfum verið að dúlla við að föndra hitt og þetta fyrir hátíðina og á sjálfum deginum skiptum við verkunum á milli okkar og kom það í minn hlut að sitja með tvemur öðrum og sjá til þess að börnin fengju verðlaun fyrir hina ýmsu leiki sem voru á staðnum. Ég keypti passa fyrir krakkagrísina þrjá svo að þau áttu rétt á drykk, nammi og fjórum leikjum að eigin vali. Ég spáði ekki mikið í númerunum sem stóðu á spjöldunum en fyllti samviskusamlega út hvað börnin hétu og svo fengu þau spjöldin. Á meðan ég sat svo og afhenti vinninga var Nökkva og hinum tjáð að það væri verið að draga vinningsnúmerin úr happdrætti sem tengdist miðunum. Þau litu á spjöldin og sáu að þau voru með númerin sitt hvoru megin við einn vinninginn. Það þýddi að miðjubarnið af miðunum hafi unnið vinning. Ylfa átti það spjald og eftir smá leit fannst það og þau fóru að kíkja hvaða vinning barnið hafði fengið. Hún fékk háhyrning... takk umheimur. Uppblásinn háhyrningur til þess að taka með sér í sund, það er svo líka ógurlega tímafrekt starf að taka loftið úr honum en barnið neitar að gefa hann upp á bátinn. Krakkarnir fóru í leikina sem voru í boði og föndruðu. Svo var hátíðin búin og við héldum í smá rölt um Nishinomiya, fórum í hof og tókum myndir. Ákváðum eftir það að hætta okkur í eina búð en lentum í þrumuveðri svo að meiri helmingur hópsins varð gegndrepa á leiðinni, þrátt fyrir regnhlífar. Þegar við hættum okkur aftur úr búðinni (borðuðum meira segja þarna inni því að veðrið var í blautari kantinum) var búið að stytta upp að mestu og við komumst heim án frekari erfiðleika.
Sunnudaginn eftir fór Nökkvi í próf í Kobe svo við hin ákváðum að fara bara líka til Kobe, á allt annan stað í borginni samt. Þar fórum við í hinar og þessar búðir, kíktum í kínahverfið og röltum framhjá höfninni. Það var ágætis dagur, börnin voru samt helst til þreytt eftir flakkið og þótti öllum gott að komast heim.
Á laugardeginum var svo sumarhátíðin í leikskólanum. Við mæðurnar höfum verið að dúlla við að föndra hitt og þetta fyrir hátíðina og á sjálfum deginum skiptum við verkunum á milli okkar og kom það í minn hlut að sitja með tvemur öðrum og sjá til þess að börnin fengju verðlaun fyrir hina ýmsu leiki sem voru á staðnum. Ég keypti passa fyrir krakkagrísina þrjá svo að þau áttu rétt á drykk, nammi og fjórum leikjum að eigin vali. Ég spáði ekki mikið í númerunum sem stóðu á spjöldunum en fyllti samviskusamlega út hvað börnin hétu og svo fengu þau spjöldin. Á meðan ég sat svo og afhenti vinninga var Nökkva og hinum tjáð að það væri verið að draga vinningsnúmerin úr happdrætti sem tengdist miðunum. Þau litu á spjöldin og sáu að þau voru með númerin sitt hvoru megin við einn vinninginn. Það þýddi að miðjubarnið af miðunum hafi unnið vinning. Ylfa átti það spjald og eftir smá leit fannst það og þau fóru að kíkja hvaða vinning barnið hafði fengið. Hún fékk háhyrning... takk umheimur. Uppblásinn háhyrningur til þess að taka með sér í sund, það er svo líka ógurlega tímafrekt starf að taka loftið úr honum en barnið neitar að gefa hann upp á bátinn. Krakkarnir fóru í leikina sem voru í boði og föndruðu. Svo var hátíðin búin og við héldum í smá rölt um Nishinomiya, fórum í hof og tókum myndir. Ákváðum eftir það að hætta okkur í eina búð en lentum í þrumuveðri svo að meiri helmingur hópsins varð gegndrepa á leiðinni, þrátt fyrir regnhlífar. Þegar við hættum okkur aftur úr búðinni (borðuðum meira segja þarna inni því að veðrið var í blautari kantinum) var búið að stytta upp að mestu og við komumst heim án frekari erfiðleika.
Sunnudaginn eftir fór Nökkvi í próf í Kobe svo við hin ákváðum að fara bara líka til Kobe, á allt annan stað í borginni samt. Þar fórum við í hinar og þessar búðir, kíktum í kínahverfið og röltum framhjá höfninni. Það var ágætis dagur, börnin voru samt helst til þreytt eftir flakkið og þótti öllum gott að komast heim.
Þá tók við alvöru prófatörnin hja´Nökkva. Við gátum nú samt farið til Nara að skoða Todaiji hofið og dádýrin. Ylfa hafði engu gleymt eftir árásina í mars og öskraði úr mér hljóðhimnurnar þegar dýrin nálguðust okkur. Hún krafðist þess líka að vera upp á öxlunum á foreldrum sínum til þess að forðast skrímslin sem voru nú með horn og enn meira ógnvekjandi en áður. Pétur gaf þeim dádýrakex en í leiðinni ákváðu nokkur dádýr að ganga í kerrurnar hjá okkur. Eitt reif poka af kerrunni okkar en hitt nartaði í handlegginn á Fannari sem öskraði svo Signý kom honum til varnar. Ég aftur á móti gargaði á Nökkva að gjöra svo vel að koma og bjarga mér en Ylfa var að fara á límingunum svo ég hélt varla jafnvægi með hana á öxlunum og að reyna að sparka dádýrinu af kerrunni. Okkur tókst að komast frá óargadýrunum og inn í hofið þar sem börnin, ég og Pétur tróðum okkur öll (í sitthvoru lagi) í gegnum holuna í staurnum. Hinn helmingurinn af hópnum skjalfesti þetta mikla afrek.
Ylfa og Nökkvi við Todai-ji
"Þarna er það"
Svo fórum við stelpurnar með þau í Dotonbori í Osaka. Þar kættist Signý yfir Forever 21 og við hreinlega urðum að kíkja aðeins inn, enda útsölur í gangi. Pétur sat uppi með sofandi Ylfu og beið okkar þolinmóður. Við ákváðum að reyna að finna eitthvað að borða og lentum í heilmiklu klandri með það, alltaf voru staðirnir annaðhvort fullir eða ekki með pláss fyrir kerrur. Við enduðum því inn á KFC við Umeda þar sem við borðuðum undir vökulum augum sessunauta okkar. Það hafa nú alveg margir horft á mann hérna en þetta var helst til dónalegt. Við drösluðum þreyttum gríslingum heim og restin af kvöldi fór í að sitja með tærnar upp í loft.
Ylfa og skemmtilegt skilti á Dotonbori
Svo átti Signý afmæli! Við höfðum stefnt á að fara í Universal Studios en svo þurfti Nökkvi að mæta í skólann og seinna fékk hann að heyra að það væri útskrift um kvöldið svo það gafst ekki tími fyrir garðinn. Í staðinn kíktum við í búðir og dúlluðum okkur. Signý fór í litun, Nökkvi fór í útskrift en við Pétur tömdum villidýrin og svæfðum þau. Okkur tókst líka að fjárfesta í afmælisköku sem við gæddum okkur á eftir að nýlituð Signý kom til baka.
Afmælisbarn
Á laugardeginum ákváðum við að fara til Osaka að skoða kastalann. Það tókst ekki betur en svo að þegar við Signý fórum með kerrurnar og sofandi Iðunni í lyftuna fundu strákarnir okkur ekki og við ekki þá. Við leituðum að þeim og þeir að okkur. Eftir að hafa staðið í rúmlega hálftíma hjá lyftunum og gargað héldum við að þeir hefðu farið yfir á næstu lestarstöð, en þangað var förinni upphaflega heitið. Við fórum þangað og vorum að drukkna í fólki. Við höfðum hringt stanslaust í Nökkva en vissum ekki að síminn hans var heima í Nishinomiya. Þá fengum við þá snjöllu hugmynd að láta kalla þá upp í hátalarakerfinu. Það var brandari útaf fyrir sig en við tókum það upp á símann minn. Konan í upplýsingunum horfi undarlega á okkur þegar við komum og sögðum vandræðalega: " Hello, we have a little problem. We kind of lost our husbands."
Þeir voru kallaðir upp á lestarstöðinni en enginn kom. Þá voru þeir staddir á fyrstu lestarstöðinni að labba í hringi og tína hvorum öðrum, allt með Fannar og Ylfu en enga kerru. Eftir að hafa staðið hjá upplýsingastöðinni ákváðum við að fara bara í kastalann. Ef þeir hefðu farið þangað myndum við finna þá en ef þeir hefðu farið heim gætum við að minnsta kosti séð kastalann og farið svo sjálfar heim. Þegar við vorum nýgengnar innum fyrsta kastala hliðið hringir svo síminn minn. Þá höfðu strákarnir reynt að hringja í símann hjá Signý en tókst ekki. Þá fóru þeir og fundu sér nettenginu og Nökkvi bað fólk um að vekja Jón upp á heimavist til þess að fá númerið mitt hjá honum. Svo fóru þeir aftur í tíkallasímann og hringdu. Þeir voru úrvinda eftir burðinn þegar við loksins hittumst aftur en þá höfðu krakkaormarnir krafist þess að láta halda á sér mest allan tímann. Krakkarnir fengu ís en bræðurnir fóru inn í kastalann. Við borðuðum í Umeda og komum okkur heim. Þeim var farið að finnast þetta meira skondið um kvöldið, sérstaklega eftir að þeir fengu að hlusta á upptökuna úr kallkerfinu.
Þreyttur bróðir tekur mynd af þreyttum bróður á leið í kastala
Sunnudagurinn fór í droll, karaoke og svo fórum við út að borða með Yuki um kvöldið. Hann kom líka með okkur heim eftir að við höfðum borðað og við spjölluðum mikið. Nökkvi neyddi hann til að tefla við sig japanska skák (Shogi). Hann hefur sennilega verið búinn á því greyið eftir endalausar spurningar og pælingar en það gæti verið að við sjáum hann á næsta ári, vonandi.
Ylfa tekur lagið
Ég náði að týna peningaveskinu mínu og fór á taugum, sennilega jafn mikið adrenalín sem fór í það eins og rússíbanann fyrr um daginn. Við nánari athugun föttuðum við samt að öll kort voru enn í töskunni og fengum leiðbeiningar um hvert við ættum að fara til að leita að því. Þá var klukkan orðin nógu margt til þess að margir voru farnir heim og auðvelt að komast að í tækjunum. Við hentumst í Back to the Future ferðina. Ylfa var meira að segja nógu stór til að koma með. Það var þrusu stuð og henni fannst mjög gaman. Maginn í Nökkva var samt ekki sammála okkur og bílveiki maðurinn var grænn á litinn alveg fram að næsta tæki sem var tileinkað Kóngurlóamanninum/ the amazing spiderman. Fannar varð mjög spenntur enda "Spæderman" allstaðar. Það var hinsvegar ekki jafn spennandi þegar Ylfa reyndist vera nógu há í tækið en ekki hann. Það þýddi bara eltingaleikur í biðstofunni meðan að foreldar hans fóru í tækið. Svo fórum við Nökkvi með Ylfu. Þetta var rosa flott en svolítið ógnvekjandi fyrir Ylfu sem hélt þéttingsfast í foreldrana og klemmdi aftur augun þegar vondu karlarnir hoppuðu á "bílnum okkar".
Eftir Spiderman var farið að rökkva og allir orðnir svangir aftur. Við vissum að það ætti að vera skrúðganga um kvöldið svo við héltum í átt að aðalgötunni. Keyptum okkur popp, óþarfa og gos og biðum svo eftir að sýningin byrjaði. Skrúðgangan var ÓTRÚLEG. Þetta var svo flott að eldri börnin féllu í stafi og foreldrarnir stóðu með stjörnunar í augunum á meðan að stærðarinnar vagnar dönsuðu framhjá okkur í myrkrinu. Vagnarnir voru alsettir ljósaperum og dansararnir lýstu upp í myrkrinu. Fjörutíu mínútum síðar svifum við á gleði skýji að upplýsingaborðinu og fengum veskið mitt afhent á nýju, allt enn á sínum stað. Bræðurnir versluðu aðeins á leiðinni heim en börnin vildu halda áfram að leika með fullorðna fólkinu. Vel heppnað en allir uppgefnir þegar heim var komið.
City walk börn
Takoyaki safnið er þarna á næstu grösum
Tvær minni eðlur
Ansans vesen þessi hæðartakmörk
Ljómandi fögur skrúðganga
Þriðjudeginum eyddum við í Kyoto. Við fórum með gestina í Kinkaku-ji, Ginkaku-ji og Honen-in og röltum um í yukata. Það var ljómandi gaman. Mikið horft á okkur og margir full ágengir á börnin. Þegar við fórum með mömmu og pabba í mars til Kyoto náðum við að klúðra Ginkaku-ji heimsókninni afþví við runnum út á tíma. Í þetta skiptið höfðum við vit á að taka strætó en mikil ósköp sem þar var troðið og stundum ómögulegur ferðamáti. Að minnsta kosti fyrir fólk með kerrur. Japanskir strætisvagnar virka mun mjórri en þeir íslensku þegar fólk er með tvær kerrur og sofandi börn. Það er ekkert sérstakt pláss fyrir kerrurnar svo það var alltaf einhver sem þurfti að komast framhjá okkur. Sparaði samt tíma og varð til þess að allir staðirnir náðust á einum degi. Við Signý sátum úti meðan bræðurnir og Ylfa fóru inn í Ginkaku-ji. Ég hafði séð þetta áður og Fannar var sofandi svo að það var ákjósanlegra að vera bara fyrir utan og drekka ramune í sólinni. Við vorum mjög vestræn í matarvali þann daginn og borðuðum á tvemur barnvænum veitingastöðum. Það gekk líka ótrúlega vel að fóðra börnin. Svo komum við okkur heim og gátum leift okkur að vaka í smá stund eftir að börnin voru öll komin í bælið.
Sofandi Iðunn í Kinkaku-ji
Spjall, sandalar og japönsk sumarföt
Ylfa við Kinkaku-ji
Steinsofandi Fannar
Pétur, Ylfa og Nökkvi við Ginkaku-ji
Krúttið berfætt á vappi um garðinn í Honen-in
Miklar vangaveltur um fiskana í tjörninni
Rassaköst og brölt
Ég var ekki svona mæðuleg, ég sver
Frændsystkinin
Jóhanna í yukata
Miðvikudagsmorguninn fór í þvott. Nökkvi stökk upp í leikskóla með Ylfu, fór sjálfur upp í skóla og prentaði út flugmiðana okkar, náði svo í grísinn og varð fyrir umsáti mæðranna úr bekknum. Þá höfðu bekkjarsystkinin tekið sig til og útbúið veglegar gjafir og kveðjur til Ylfu afþví hún væri að hætta. Þau komu því hlaðin gjöfum og ég hálf miður mín yfir því að hafa ekki verið á staðnum. Bræðurnir stungu svo af út í leit að kendo búð en við Signý fórum með krakkana í búðir skammt frá húsinu okkar Nökkva. Þau voru lífleg frænsystkinin og því ógurlega ágætt að hitta Nökkva og Pétur aftur. Þá höfðum við gengið úr búðunum sem við byrjuðum í og upp í Gardens, það er ekki löng leið en leiðinlegt að labba í steikjandi hita með þreytta Ylfu og tvö sofandi börn. Svo versluðum við og borðuðum snemmbúinn kvöldmat. Þeyttumst svo heim eftir það svo að Pétur og Signý gætu lagt loka hönd á farangurinn sinn. Það reyndist vera aðeins meira eftir en við bjuggumst við en þau náðu nú samt fluginu sínu og fóru af landi brott fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.
Ylfa og leikskólastýran
Ylfa og Hamasaki-sensei
Í dag höfum við Nökkvi verið að pakka og taka til. Það er smá ferðalag framundan svo við höfum ekki tækifæri á því að pakka aftur fyrr en á sunnudaginn. Við fórum í leikskólann og horfum á Ylfu og hin börnin dansa og syngja við varðeld og svo var skólanum slitið fyrir sumarfrí. Við kvöddum vini okkar og kennara. Ég varð hálf klökk þegar við kvöddum skólalóðina, við erum búnar að eyða ágætis tíma þarna með yndislegu fólki og svolítið erfitt að átta sig á því að maður komi ekki þangað aftur í bráð.
Við fengum líka íbúð í gær og getum því farið að anda rólega yfir íbúðarbálum. Heill sé stúdentagörðunum!
-Jóhanna