Það gerirst ekki mikið hjá okkur þessa dagana. Nökkvi er enn í fríi en vetrarönnin byrjar í næstu viku. Það er samt varla hægt að kalla það vetrarönn, meira svona mánuður af miklum skóla og svo fer hann aftur í frí í mars og fram í apríl.
Við fórum á hitting hjá alþjóðlega krakkaklúbbnum síðasta laugardag og föndruðum dagatöl fyrir febrúar. Bara nokkuð afslappað og huggulegt. Þegar dagskráin var búin fengum við boð um að mæta á kvöldskemmtun í boði Rotary klúbbsins, það verður samt ekki fyrr en í lok febrúar svo þetta er nú ekki alveg á næstunni. Ég er líka að fara að vera módel (hohoho - eða þannig) á svona "Alþjóðlegum degi". Þá ætla þær að reyna að troða mér í kimono og ég er mjög spennt fyrir því. Alltaf verið svo spennt fyrir dressinu, Nökkvi verður að sjálfsögðu neyddur til að taka myndir til þess að augnarblikið verði okkur ferskt í minni að eilífu.
Sunnudagurinn kom og við drösluðumst á fætur við fyrsta barnagal. Börnin voru fóðruð og svo tekið til. Um 11 kom svo Haruka, vinkona vinkonu okkar, ásamt syni sínum í heimsókn. Þau mæðgin eiga ekki heima alveg á næstu grösum við okkur og voru því snemma á ferð. Ylfa var í extra góðu skapi og raðaði leikföngum upp og blaðraði út í eitt. Þegar Iðunn og gesturinn reyndu aftur á móti að leika með hvæsti hún illilega á þau og gólaði "Ég á 'etta", "Hey! Give it back!!", "Kaeshite yo!" Á endanum máttu hin börnin þó leika líka og Ylfa tónaði gestastælana aðeins niður. Eftir nokkra kexbita og Nóa kropp færðist svo aftur fjör í leikinn og krakkarnir hentust út um alla íbúð í hláturskasti á meðan við hlustuðum á íslenska tónlist og borðuðum lakkrís. Ég vona bara að nágranninn á neðrihæðinni hafi ekki verið heima því að lætin voru svakaleg. Þegar leið á daginn þurftu gestirnir að halda heim og eftir sátum við með þreytta Iðunni og hressa Ylfu. Við hittum þau vonandi aftur einhvertíman því að krakkarnir náðu mjög vel saman.
Á mánudaginn þurfti Nökkvi aðeins að skella sér til Takarazuka til að spjalla við grunnskólakrakka. Þetta var ekki á hans eigin vegum samt heldur skólaverkefni. Við stelpurnar vorum því heima og settum í þvottavél og dunduðum okkur til klukkan þrjú. Þá var stokkið út og upp á lestarstöð þar sem við hittum Nökkva og Jón. Við höfðum ætlað okkur að fara í kareoke og hafa það náðugt en þegar við komum á staðinn kom í ljós að það var 50 mínútna bið. Við skráðum okkur því inn og sátum svo og kjöftuðum þar til nafnið okkar var kallað upp. Við vorum nú bara þrjú og með stelpurnar svo við bjuggumst við að fá lítið herbergi eins og venjulega en af einhverri ástæðu fengum við heilan sal. Það var öllu gríni sleppt sæti fyrir 20 manns og fullt af borðum. Okkur fannst þetta einstaklega fyndið og stelpurnar gripu tækifærið og hlupu um eins og óðar á meðan við gauluðum nokkur vel valin lög. Eftir kareóke-ið fórum við svo heim. Iðunn gafst upp þegar við vorum rétt að koma að húsinu og sofnaði í burðarsjalinu. Ylfa var hinsvegar dregin inn í rúm en náði ekki að mótmæla lengi.
Restin er búin að vera nokkuð róleg. Lítið sem gerist á þriðjudögum, bara huggulegheit. Við rétt kíktum út í göngutúr áðan til að halda stelpunum uppteknum í smá stund. Ylfa átti það líka inni hjá okkur þar sem hvorugt foreldrið var í ástandi til að fara í leikskólann í morgun. Iðunn sá til þess að ég svaf ekki meira en 20 mínútur í senn í nótt og Nökkvi var hreinlega of myglaður til að fara út úr húsi. Það er hinsvegar brúðuleikhús í leikskólanum í fyrramálið og má vel vera að við skellum okkur að sjá það. Svo erum við á leiðinni til Kyoto næstu helgi að sýna okkur og sjá aðra. Mest af öllu að skoða skemmtilega hluti. Það á að víst að vera margt í gangi og ég hlakka mikið til.
Nokkrar myndir af hinu og þessu
-Jóhanna
Wednesday, January 30, 2013
Monday, January 21, 2013
Mest lítið, en við erum á lífi!
Titillinn segir svosem mest en ég var komin með bloggviskubit (nýyrði) svo ég ákvað að skrifa eitthvað. Við erum eiginlega ekki búin að gera neitt ógurlega margt. Markmiðið hans Nökkva að fara út í langa göngutúra á hverjum degi náði ekki að ganga upp. Í staðinn er það leti og sófahangs, sem er í sjálfu sér líka ljómandi. Við hættum okkur þó út úr húsi á sunnudaginn og fórum upp í verslunarmiðstöð til að vera innan um annað fólk. Keyptum okkur hádegismat í matvöruverslun á neðstu hæð og fórum svo upp í SkyGarden til þess að borða. Verslunarmiðstöðin heitir s.s. Nishinomiya Gardens af því það er þak garður ofan á molliu þar sem fólk getur komið slappað af og sleppt krökkunum að leika. Þar eru stundum tónleikar eða einhverjir viðburðir en við komum alltaf þegar prógrammið er nýbúið. Örlögin maður. Allavega, eftir að hafa snætt matinn okkar og vælt yfir köldum vindi ákváðum við að fara inn. Gleðigjafinn Ylfa, sem hefur neitað að nota almenningsklósett upp á síðkastið, hafði pissað á sig og lítið annað í stöðunni en að hlaupa inn í næsta búð (ekki alveg næstu, ódýrustu sennilega) og kaupa buxur á barnið. Það eru samt búnar að vera útsölur og brjálað að gera í búðunum. Það er ekki mín helsta ósk að þurfa að standa með pissublautt barn í röð í margmenni aftur. Buxurnar voru keyptar og svo hlaupið til að skipta. Buxurnar eru bleikar með fölbleikum doppum, alveg nákvæmlega sömu litir og eru á slaufunni á Hello Kitty peysunni sem Ylfa var í þann daginn. Barnið ætlaði að springa úr gleði og lýsti því yfir að þetta væru nýju uppáhalds buxurnar hennar. Svo fórum við heim.
Mánudagurinn fór í fund á leikskólanum hennar Ylfu. Fundurinn snérist um það hvað börnin þyrftu að kaupa áður en þau gætu byrjað í leikskólanum, við þurfum ekki að kaupa allt sem betur fer en hatturinn sem barnið þarf að kaupa er frábær. Hvítur kúluhattur með slaufu, þau verða hrykalega sæt öll í röð með hattana sína!Á leiðinni heim ákváðum við að borða óhollt í kvöldmatinn. Ylfa var sátt við ákvörðun foreldra sinna og eftir að við höfðum gúffað í okkur fórum við heim, með smá stoppi til að kaupa origami pappír og smá nasl. Síðan þá er ekkert búið að gerast.
Iðunn er að taka jaxl og er búin að vera heldur stúrin, enda leiðinda basl. Hún vaknar milljón sinnum á nóttunni og tuðar eins og gamall karl þegar hún er orðin þreytt. Út af þessari þróun fékk ég að sofa lengur meðan Nökkvi fór fram með vargana og svo skiptum við þegar Iðunn sofnaði og nú liggur Nökkvi inn í bæli og hrýtur. Iðunn er aftur á móti komin fram rjóð í vöngum og ekki alveg jafn buguð af tanntökunni, vonum bara að það endist smá.
Tannvargurinn skríður úr híði sínu.
-Jóhanna
Sunday, January 13, 2013
Á fjórum, næstum því, jafnfljótum og fjórum hjólum
Stutta útgáfan: Nökkvi er búinn í prófum og við löbbuðum út um allt. Myndir neðst.
Langa útgáfan: Hin ógurlega prófavika er liðin og við mæðgur gleðjumst yfir endurkomu Nökkva. Á meðan að prófin stóðu yfir sáum við hann eiginlega bara í kvöldmatnum og jafnvel stundum áður en hann hvarf upp í skóla á morgnanna. Meðan að hann stóð í lærdómi og prófum fór Iðunn á fullt í gönguæfingum. Æfingarnar hafa vissulega skila nokkrum árangri en jafnvægið virðist eitthvað ætla að láta bíða eftir sér. Ylfa er búin að læra My little Pony: Friendship is magic þættina utanbókar, alla þá þætti sem eru í boði. Þar af leiðandi er ég búin að vera í klappliði fyrir yngrabarnið og syngjandi þema lag um töfrandi smáhesta.
Nökkvi kláraði sem sagt siðasta prófið sitt á föstudaginn og var vægast sagt svefnþurfta eftir langa og strembna viku. Hann stóð sína vakt með príði meðan ég fór í tíma á föstudaginn en þegar ég snéri heim, klukkan að ganga sex, var minn maður kominn með svarta bauga og rétt náði að umla að hann "yrði aðeins að leggja sig" og svo svaf hann í 12 tíma. Iðunn var pirruð og þreytt og fór að sofa stuttu eftir pabba sínum. Það þýddi að eftir vorum við Ylfa. Við vorum báðar svo þreyttar og myglaðar að við enduðum á því að bursta tennurnar og fylga fordæmi feðginanna og fórum að sofa klukkan rétt rúmlega hálf níu. Við erum nú meiri stuðdýrin. Nökkvi reyndar rumskaði um miðnætti og gat fengið sér að borða áður en hann sofnaði aftur. Iðunn, sem er verið að venja af brjósti, ákvað að móðir hennar þyrfti ekki að ná djúpsvefni þá nóttina og vaknaði með fimm mínútna millibili og hnippti í mig. Það endaði með því að ég henti Nökkva og Iðunni fram eftir að hún hafi vakið mig, grínlaust, 10 sinnum þá nóttina. Ég vissi reyndar ekki af miðnæturnaslinu hans Nökkva og hélt að hann hefði verið búinn að sofa í einum rikk frá því fyrr um kvöldið en hann var elskulegur og fór fram með litla krílið. Klukkutíma síðar kom hann inn með sofandi Iðunni og Ylfa fylgdi honum fram í staðinn en ég hélt áfram að hrjóta. Undursamlegt.
Þegar við Iðunn drösluðumst fram var Nökkvi búinn að ákveða að við myndum sko ekki sitja á rassinum þann daginn og við ákváðum að skella okkur í göngutúr yfir í næsta bæjarfélag, eins og maður gerir. Við búum á mörkunum svo það virtist ekki vera mikið mál að skella krakka í kerru og öðru í burðarsjal og halfa gangandi af stað á vit ævintýranna. Þetta gekk vel þar til ég ákvað að leiða hópinn. Við enduðum í vitlausu bæjarfélagi, langt í burtu frá upphaflegu plani en með smá lúmsku og hæfileikum Nökkva komumst við í réttan bæ. Við reyndar rétt röltum á bæjarmörkunum og fórum svo heim. Þá vorum við hvort sem var búin að taka heljarinnar göngutúr og búinn að finna flottan garð til að leika í ef svo skildi vera að við álpuðumst einhvertíman þangað aftur. Ylfu fannst garðurinn vera mega skemmtilegur en verra þegar við þurftum að fara aftur. Hún settist súldarleg í kerruna og eftir smá tuð um svengd sofnaði hún og svaf í góðan tíma. Við héldum áfram að arka og fórum bráðlega að finna fyrir hungri sjálf. Þökk sé hæfni minni í að pakka og skipulagsleysi okkar beggja gleymdist alveg að pakka nesti og eftir að Ylfa sofnaði drógst alltaf á langinn að kaupa mat. Við vorum komin góða leiðina heim þegar við stukkum loksins inn í matvöruverslun og keyptum okkur að borða. Það hefur sennilega ekki verið fögur sjón að fylgjast með okkur troða í okkur matnum, en góður var hann. Svo fórum við heim.
Stuttu eftir að við vorum komin heim var bankað upp á og viti menn var ekki vottinn okkar mætt, með fylgdar konu með sér. Hún er heldur betur búin að slá um sig og heilsaði mér á Íslensku! "Komdu sæl og blessuð". Hún sagðist vera að spá í því jafnvel að flytja til Íslands því þetta væri svo spennandi land. Nökkvi, sem hefur aldrei hitt konuna, fór að spjalla við hana líka og hélt allan tíman að þetta væri kennarinn minn úr japönsku tímunum. Hann skildi því ekki afhverju við stóðum í dyragættinni og ræddum málin og bauð henni inn. Ég sendi honum störu sem var kaldari en þúsund grílukerti, sem betur fer afþakkaði hún því þær væru á hraðferð en hún sagðist endilega vilja fræðast meira um Ísland. Svo vippaði hún fram biblíunni og bað mig um að lesa upp úr henni. Enn á ný, hún er vænsta grey en ég hef það huggulegt í minni eigin trú. Nökkvi flúði þegar hann sá bókina og stakk hausnum fram í forstofu til að kveðja. Ég benti honum á að setjast niður og hætta að rugga bátnum því samband mitt við vottann er lítið annað en spjall í dyragættinni.
Í dag vorum við svo aftur ævintýragjörn. Nökkvi vaknaði aftur snemma með stelpunum og ég kúrði ögn lengur upp í rúmi. Ég kann vel að meta svona dekur. Nökkvi kunni ekki að meta kúkableyjuna sem hann þurfti að skipta á (takk Iðunn) en hann er svo jafnlyndur að hún hafði ekki mikil áhrif. Svo byrjaði hann að undirbúa göngutúr dagsins og plana nestið sem ætti að fylgja okkur. Ég þurfti bara að vakna til að klæða stelpurnar og sjálfa mig og svo færum við. Ég stóðst ekki mátið og setti í eina þvottavél og svo tókum við okkur til í rólegheitum og ákváðum að í dag færum við að Hanshin Koshien sem er hafnaboltaleikvangur Hanshin Tigers og er mjög mikilvægur hér í Nishinomiya. Mestan part leiðarinnar þurftum við bara að fylgja götunni sem við búum við og svo beygja aðeins til vinstri. Ekki mikið mál. Leikvangurinn er flottur en við skoðuðum hann bara að utan. Við borðuðm nestið okkar á meðan við horfum á hafnaboltaleikara hlaupa hring eftir hring krinum bygginguna, einhver æfing í gangi. Eftir að nestið var snætt ákváðum við að labba ekki sömu leið til baka, bara til að hrista aðeins upp í ferðinni. Ég kom auga á versunarmiðstöð sem ég hafði ekki farið í áður en lesið um á netinu. Ó þau illu örlög að eiga ekki sand af seðlum. Þarna var margt sem ég sá fallegt og ýmislegt sem ég hefði glöð leift að fylgja mér heim hefði ég getað það. Við reynum að múta Ylfu til að fara á klósettið en hún harðneitaði því henni leyst ekkert á klósettin sem gáfu frá sér hávært vatnshljóð til að hylja náttúruleg hljóð pissandi kvenna. Ég gef henni reyndar það að þetta var óvenju hávært og kannski ógnvekjandi fyrir litla sál. Frá mollinu löbbuðum við út í burskan. Allt í einu var eins og við værum í einskismannslandi. Ekki sála á ferð. Fullt af blokkum en þær virtust margar vera mannlausar. Við þvældumst óraleið og komum allt í einu að smábátahöfn. Þaðan ákváðum við að finna ánna sem rennur meðfram Nishinomiya og þræða okkur þaðan heim. Við gerðum það, það var mikið af fólki við ánna og ýmislegt að gerast. Við örkuðum áfram og eftir miklu lengri göngu en við bjuggumst við komumst við á götuna okkar og svo heim. Stelpurnar eru nú sofnaðar og Nökkvi er að díla við annan dyrasölumann kvöldsins, hver þremillinn?! Sá fyrri seldi honum einhverja blaðaáskrift, spurning hvað þessi vill upp á dekk.
Og nú myndir fólk!
Langa útgáfan: Hin ógurlega prófavika er liðin og við mæðgur gleðjumst yfir endurkomu Nökkva. Á meðan að prófin stóðu yfir sáum við hann eiginlega bara í kvöldmatnum og jafnvel stundum áður en hann hvarf upp í skóla á morgnanna. Meðan að hann stóð í lærdómi og prófum fór Iðunn á fullt í gönguæfingum. Æfingarnar hafa vissulega skila nokkrum árangri en jafnvægið virðist eitthvað ætla að láta bíða eftir sér. Ylfa er búin að læra My little Pony: Friendship is magic þættina utanbókar, alla þá þætti sem eru í boði. Þar af leiðandi er ég búin að vera í klappliði fyrir yngrabarnið og syngjandi þema lag um töfrandi smáhesta.
Nökkvi kláraði sem sagt siðasta prófið sitt á föstudaginn og var vægast sagt svefnþurfta eftir langa og strembna viku. Hann stóð sína vakt með príði meðan ég fór í tíma á föstudaginn en þegar ég snéri heim, klukkan að ganga sex, var minn maður kominn með svarta bauga og rétt náði að umla að hann "yrði aðeins að leggja sig" og svo svaf hann í 12 tíma. Iðunn var pirruð og þreytt og fór að sofa stuttu eftir pabba sínum. Það þýddi að eftir vorum við Ylfa. Við vorum báðar svo þreyttar og myglaðar að við enduðum á því að bursta tennurnar og fylga fordæmi feðginanna og fórum að sofa klukkan rétt rúmlega hálf níu. Við erum nú meiri stuðdýrin. Nökkvi reyndar rumskaði um miðnætti og gat fengið sér að borða áður en hann sofnaði aftur. Iðunn, sem er verið að venja af brjósti, ákvað að móðir hennar þyrfti ekki að ná djúpsvefni þá nóttina og vaknaði með fimm mínútna millibili og hnippti í mig. Það endaði með því að ég henti Nökkva og Iðunni fram eftir að hún hafi vakið mig, grínlaust, 10 sinnum þá nóttina. Ég vissi reyndar ekki af miðnæturnaslinu hans Nökkva og hélt að hann hefði verið búinn að sofa í einum rikk frá því fyrr um kvöldið en hann var elskulegur og fór fram með litla krílið. Klukkutíma síðar kom hann inn með sofandi Iðunni og Ylfa fylgdi honum fram í staðinn en ég hélt áfram að hrjóta. Undursamlegt.
Þegar við Iðunn drösluðumst fram var Nökkvi búinn að ákveða að við myndum sko ekki sitja á rassinum þann daginn og við ákváðum að skella okkur í göngutúr yfir í næsta bæjarfélag, eins og maður gerir. Við búum á mörkunum svo það virtist ekki vera mikið mál að skella krakka í kerru og öðru í burðarsjal og halfa gangandi af stað á vit ævintýranna. Þetta gekk vel þar til ég ákvað að leiða hópinn. Við enduðum í vitlausu bæjarfélagi, langt í burtu frá upphaflegu plani en með smá lúmsku og hæfileikum Nökkva komumst við í réttan bæ. Við reyndar rétt röltum á bæjarmörkunum og fórum svo heim. Þá vorum við hvort sem var búin að taka heljarinnar göngutúr og búinn að finna flottan garð til að leika í ef svo skildi vera að við álpuðumst einhvertíman þangað aftur. Ylfu fannst garðurinn vera mega skemmtilegur en verra þegar við þurftum að fara aftur. Hún settist súldarleg í kerruna og eftir smá tuð um svengd sofnaði hún og svaf í góðan tíma. Við héldum áfram að arka og fórum bráðlega að finna fyrir hungri sjálf. Þökk sé hæfni minni í að pakka og skipulagsleysi okkar beggja gleymdist alveg að pakka nesti og eftir að Ylfa sofnaði drógst alltaf á langinn að kaupa mat. Við vorum komin góða leiðina heim þegar við stukkum loksins inn í matvöruverslun og keyptum okkur að borða. Það hefur sennilega ekki verið fögur sjón að fylgjast með okkur troða í okkur matnum, en góður var hann. Svo fórum við heim.
Stuttu eftir að við vorum komin heim var bankað upp á og viti menn var ekki vottinn okkar mætt, með fylgdar konu með sér. Hún er heldur betur búin að slá um sig og heilsaði mér á Íslensku! "Komdu sæl og blessuð". Hún sagðist vera að spá í því jafnvel að flytja til Íslands því þetta væri svo spennandi land. Nökkvi, sem hefur aldrei hitt konuna, fór að spjalla við hana líka og hélt allan tíman að þetta væri kennarinn minn úr japönsku tímunum. Hann skildi því ekki afhverju við stóðum í dyragættinni og ræddum málin og bauð henni inn. Ég sendi honum störu sem var kaldari en þúsund grílukerti, sem betur fer afþakkaði hún því þær væru á hraðferð en hún sagðist endilega vilja fræðast meira um Ísland. Svo vippaði hún fram biblíunni og bað mig um að lesa upp úr henni. Enn á ný, hún er vænsta grey en ég hef það huggulegt í minni eigin trú. Nökkvi flúði þegar hann sá bókina og stakk hausnum fram í forstofu til að kveðja. Ég benti honum á að setjast niður og hætta að rugga bátnum því samband mitt við vottann er lítið annað en spjall í dyragættinni.
Í dag vorum við svo aftur ævintýragjörn. Nökkvi vaknaði aftur snemma með stelpunum og ég kúrði ögn lengur upp í rúmi. Ég kann vel að meta svona dekur. Nökkvi kunni ekki að meta kúkableyjuna sem hann þurfti að skipta á (takk Iðunn) en hann er svo jafnlyndur að hún hafði ekki mikil áhrif. Svo byrjaði hann að undirbúa göngutúr dagsins og plana nestið sem ætti að fylgja okkur. Ég þurfti bara að vakna til að klæða stelpurnar og sjálfa mig og svo færum við. Ég stóðst ekki mátið og setti í eina þvottavél og svo tókum við okkur til í rólegheitum og ákváðum að í dag færum við að Hanshin Koshien sem er hafnaboltaleikvangur Hanshin Tigers og er mjög mikilvægur hér í Nishinomiya. Mestan part leiðarinnar þurftum við bara að fylgja götunni sem við búum við og svo beygja aðeins til vinstri. Ekki mikið mál. Leikvangurinn er flottur en við skoðuðum hann bara að utan. Við borðuðm nestið okkar á meðan við horfum á hafnaboltaleikara hlaupa hring eftir hring krinum bygginguna, einhver æfing í gangi. Eftir að nestið var snætt ákváðum við að labba ekki sömu leið til baka, bara til að hrista aðeins upp í ferðinni. Ég kom auga á versunarmiðstöð sem ég hafði ekki farið í áður en lesið um á netinu. Ó þau illu örlög að eiga ekki sand af seðlum. Þarna var margt sem ég sá fallegt og ýmislegt sem ég hefði glöð leift að fylgja mér heim hefði ég getað það. Við reynum að múta Ylfu til að fara á klósettið en hún harðneitaði því henni leyst ekkert á klósettin sem gáfu frá sér hávært vatnshljóð til að hylja náttúruleg hljóð pissandi kvenna. Ég gef henni reyndar það að þetta var óvenju hávært og kannski ógnvekjandi fyrir litla sál. Frá mollinu löbbuðum við út í burskan. Allt í einu var eins og við værum í einskismannslandi. Ekki sála á ferð. Fullt af blokkum en þær virtust margar vera mannlausar. Við þvældumst óraleið og komum allt í einu að smábátahöfn. Þaðan ákváðum við að finna ánna sem rennur meðfram Nishinomiya og þræða okkur þaðan heim. Við gerðum það, það var mikið af fólki við ánna og ýmislegt að gerast. Við örkuðum áfram og eftir miklu lengri göngu en við bjuggumst við komumst við á götuna okkar og svo heim. Stelpurnar eru nú sofnaðar og Nökkvi er að díla við annan dyrasölumann kvöldsins, hver þremillinn?! Sá fyrri seldi honum einhverja blaðaáskrift, spurning hvað þessi vill upp á dekk.
Og nú myndir fólk!
12.jan: Skokkarar við Mukugawa
Nökkvi
Nökkvi og Iðunn hanga við ánna
BLEIKUR ÍKORNI!!
Sega mega töff rennibraut, það voru þrjár rennur sem fléttuðust úr einum turni
Ylfa í UFO
Sætlingur á róló
Klifurkrútt
Nökkvi og sofandi Iðunni á bekk í fjarska
Meðal dýranna
Talar fyrir sig
13. janúar Nökkvi og Iðunn á nýjan máta
Hanshin Koshien, í fjarska sjást hafnarboltamenn ræða saman fyrir æfingu
Ó je, hafnarbolta tígrisdýr
Þetta get ég ímynda mér að séu nöfn þeirra sem hafa styrkt leikvanginn á einhvern máta. Þetta er gangstéttin fyrir utan.
Svo eru aðalsmenn settir upp á vegg
Fínerí og þrír íslendingar
Það er svo gott að vera frjáls úr viðjum kerrunnar
Krakkakrútt
Hér vorum við komin í einskinsmannslandið, Nökkvi að "ekki"pósa
"Það er of mikið skólp í þessu vatni til þess að leika sér í því", stendur ekki alveg orðrétt samt.
Feðgin, blokkir og bátar
Sumir sváfu bara
Api með barn og fólk við ánna
Ábyggilega huggulegt að láta bera sig svona í sjali
Heljarinnar fyrirhöfn fyrir latt tré
Heimilislausar kisur við ánna
Hér halla tréin undir flatt
Hafnarbolti í mini útgáfu
-Jóhanna
Monday, January 7, 2013
2013!
Gleðilegt nýtt ár allir saman! Fyrsti mánuðurinn vel á veg kominn þegar ég loksins kem mér til að blogga. Það er þó ekki alfarið við mig að sakast því að Nökkvi er að gera sig líklegann til að byrja í prófum og er því búinn að nota tölvuna talsvert á kvöldin svo ég kemst ekk til þess að sinna skildu minni.
Áramótin liðu álíka hljóðlega eins og jólin, við rétt litum upp frá tölvuskjánum til þess að skála saman í gosi (ekkert bús hér) og héldum svo áfram í tölvunni. Ylfa var vakandi því að tveimur kvöldum áður höfðum við verið á brölti með vinum okkar í Osaka og svefninn fór því allur í rugl. Hún gladdist að sjálfsögðu yfir því að geta skálað með okkur og talað svo við afa og ömmu á Skype.
Eins og kjánar misstum við af því að fara í hof í byrjun árs, eins og flest allir hérna gera, hreinlega af leti og klaufaskap. Við bættum okkur það þó upp með því að fara í langan og skemmtilegan göngutúr um borgina. Það var vel til komið eftir letina og átið sem átti sér stað yfir hátíðirnar. (Skinkan smakkaðist nota bene mjög vel, við átum hana á Nýjársdag með miklu og góðu meðlæti.)
Ylfa er búin að vera algerlega hugfangin af My little Pony síðustu vikur og slettir ógurlega "it impossible" og álíka skemmtilegt sem hún lærir úr þáttunum. Mér finnst þó sérstaklega skemmtilegur framburðurinn hjá henni því að nöfnin á hestunum verða gjarnan svolítið skrautleg. Fluttershy hljómar eins og Buttershy, Pinky Pie er Dinky Bæ og álíka, þegar hún er hinsvegar spurð út í þetta nánar neitar hún að svara.
Í Iðunnar fréttum er svosem ekki margt að gerast. Hún er alltaf að færa sig meira upp á skaptið og klifrar upp á allt. Hún er svo smá að dúlla sér við að labba en bara upp við veggi eða með aðstoð, ekkert verið að hlaupa í þetta. Hún hristir núna hausinn og segir "Neh,neh,neh" ef hún er þannig stemd. Hún bendir á sig ef ég segji "Iðunn" með spurnartón og stundum bendir hún líka á mig eða Ylfu ef ég spyr hvar við séum. Skemmtilegast finnst henni að opna skápana í íbúðinni og hennar helsta áhugamál þessa stundina er að fikta í kaffivél sem stendur inn í einum eldhússkápnum.
Nú bíðum við bara eftir að prófin klárist og þá fer Nökkvi í smá frí áður en næsti kúrs byrjar í Febrúar. Til ættingja, s.s. til systkina okkar, sem eiga afmæli í janúar og byrjun febrúar : Þið fáið afmælisgjafir, óttist ei, en þær koma sennilega ekki alveg á réttum tíma. Ekki fleirra að sinni, fyrir utan nokkrar myndir.
Áramótin liðu álíka hljóðlega eins og jólin, við rétt litum upp frá tölvuskjánum til þess að skála saman í gosi (ekkert bús hér) og héldum svo áfram í tölvunni. Ylfa var vakandi því að tveimur kvöldum áður höfðum við verið á brölti með vinum okkar í Osaka og svefninn fór því allur í rugl. Hún gladdist að sjálfsögðu yfir því að geta skálað með okkur og talað svo við afa og ömmu á Skype.
Eins og kjánar misstum við af því að fara í hof í byrjun árs, eins og flest allir hérna gera, hreinlega af leti og klaufaskap. Við bættum okkur það þó upp með því að fara í langan og skemmtilegan göngutúr um borgina. Það var vel til komið eftir letina og átið sem átti sér stað yfir hátíðirnar. (Skinkan smakkaðist nota bene mjög vel, við átum hana á Nýjársdag með miklu og góðu meðlæti.)
Ylfa er búin að vera algerlega hugfangin af My little Pony síðustu vikur og slettir ógurlega "it impossible" og álíka skemmtilegt sem hún lærir úr þáttunum. Mér finnst þó sérstaklega skemmtilegur framburðurinn hjá henni því að nöfnin á hestunum verða gjarnan svolítið skrautleg. Fluttershy hljómar eins og Buttershy, Pinky Pie er Dinky Bæ og álíka, þegar hún er hinsvegar spurð út í þetta nánar neitar hún að svara.
Í Iðunnar fréttum er svosem ekki margt að gerast. Hún er alltaf að færa sig meira upp á skaptið og klifrar upp á allt. Hún er svo smá að dúlla sér við að labba en bara upp við veggi eða með aðstoð, ekkert verið að hlaupa í þetta. Hún hristir núna hausinn og segir "Neh,neh,neh" ef hún er þannig stemd. Hún bendir á sig ef ég segji "Iðunn" með spurnartón og stundum bendir hún líka á mig eða Ylfu ef ég spyr hvar við séum. Skemmtilegast finnst henni að opna skápana í íbúðinni og hennar helsta áhugamál þessa stundina er að fikta í kaffivél sem stendur inn í einum eldhússkápnum.
Nú bíðum við bara eftir að prófin klárist og þá fer Nökkvi í smá frí áður en næsti kúrs byrjar í Febrúar. Til ættingja, s.s. til systkina okkar, sem eiga afmæli í janúar og byrjun febrúar : Þið fáið afmælisgjafir, óttist ei, en þær koma sennilega ekki alveg á réttum tíma. Ekki fleirra að sinni, fyrir utan nokkrar myndir.
Passlega úfnar mæðgur að skála í vínberjagosi á miðnætti. Bless 2012!
Í göngutúrnum komum við við í einni búð þar sem Ylfa lék sér í leikhorni meðan systir hennar fékk nýja bleyju og mjólkursopa
Klifurdýrið
Nökkvi, jólaljós og dætur
Það vatt sér upp að okkur maður og bauðst til þess að taka mynd af okkur saman. Iðunn horfði í hina áttina og Ylfa svaf en það var samt gaman að fá mynd saman.
-Jóhanna
Subscribe to:
Posts (Atom)