Sunday, January 13, 2013

Á fjórum, næstum því, jafnfljótum og fjórum hjólum

Stutta útgáfan: Nökkvi er búinn í prófum og við löbbuðum út um allt. Myndir neðst.

Langa útgáfan: Hin ógurlega prófavika er liðin og við mæðgur gleðjumst yfir endurkomu Nökkva. Á meðan að prófin stóðu yfir sáum við hann eiginlega bara í kvöldmatnum og jafnvel stundum áður en hann hvarf upp í skóla á morgnanna. Meðan að hann stóð í lærdómi og prófum fór Iðunn á fullt í gönguæfingum. Æfingarnar hafa vissulega skila nokkrum árangri en jafnvægið virðist eitthvað ætla að láta bíða eftir sér. Ylfa er búin að læra My little Pony: Friendship is magic þættina utanbókar, alla þá þætti sem eru í boði. Þar af leiðandi er ég búin að vera í klappliði fyrir yngrabarnið og syngjandi þema lag um töfrandi smáhesta.
          Nökkvi kláraði sem sagt siðasta prófið sitt á föstudaginn og var vægast sagt svefnþurfta eftir langa og strembna viku. Hann stóð sína vakt með príði meðan ég fór í tíma á föstudaginn en þegar ég snéri heim, klukkan að ganga sex, var minn maður kominn með svarta bauga og rétt náði að umla að hann "yrði aðeins að leggja sig" og svo svaf hann í 12 tíma. Iðunn  var pirruð og þreytt og fór að sofa stuttu eftir pabba sínum. Það þýddi að eftir vorum við Ylfa. Við vorum báðar svo þreyttar og myglaðar að við enduðum á því að bursta tennurnar og fylga fordæmi feðginanna og fórum að sofa klukkan rétt rúmlega hálf níu. Við erum nú meiri stuðdýrin. Nökkvi reyndar rumskaði um miðnætti og gat fengið sér að borða áður en hann sofnaði aftur. Iðunn, sem er verið að venja af brjósti, ákvað að móðir hennar þyrfti ekki að ná djúpsvefni þá nóttina og vaknaði með fimm mínútna millibili og hnippti í mig. Það endaði með því að ég henti Nökkva og Iðunni fram eftir að hún hafi vakið mig, grínlaust, 10 sinnum þá nóttina. Ég vissi reyndar ekki af miðnæturnaslinu hans Nökkva og hélt að hann hefði verið búinn að sofa í einum rikk frá því fyrr um kvöldið en hann var elskulegur og fór fram með litla krílið. Klukkutíma síðar kom hann inn með sofandi Iðunni og Ylfa fylgdi honum fram í staðinn en ég hélt áfram að hrjóta. Undursamlegt.
         Þegar við Iðunn drösluðumst fram var Nökkvi búinn að ákveða að við myndum sko ekki sitja á rassinum þann daginn og við ákváðum að skella okkur í göngutúr yfir í næsta bæjarfélag, eins og maður gerir.  Við búum á mörkunum svo það virtist ekki vera mikið mál að skella krakka í kerru og öðru í burðarsjal og halfa gangandi af stað á vit ævintýranna. Þetta gekk vel þar til ég ákvað að leiða hópinn. Við enduðum í vitlausu bæjarfélagi, langt í burtu frá upphaflegu plani en með smá lúmsku og hæfileikum Nökkva komumst við í réttan bæ. Við reyndar rétt röltum á bæjarmörkunum og fórum svo heim. Þá vorum við hvort sem var búin að taka heljarinnar göngutúr og búinn að finna flottan garð til að leika í ef svo skildi vera að við álpuðumst einhvertíman þangað aftur. Ylfu fannst garðurinn vera mega skemmtilegur en verra þegar við þurftum að fara aftur. Hún settist súldarleg í kerruna og eftir smá tuð um svengd sofnaði hún og svaf í góðan tíma. Við héldum áfram að arka og fórum bráðlega að finna fyrir hungri sjálf. Þökk sé hæfni minni í að pakka og skipulagsleysi okkar beggja gleymdist alveg að pakka nesti og eftir að Ylfa sofnaði drógst alltaf á langinn að kaupa mat. Við vorum komin góða leiðina heim þegar við stukkum loksins inn í matvöruverslun og keyptum okkur að borða. Það hefur sennilega ekki verið fögur sjón að fylgjast með okkur troða í okkur matnum, en góður var hann. Svo fórum við heim.
       Stuttu eftir að við vorum komin heim var bankað upp á og viti menn var ekki vottinn okkar mætt, með fylgdar konu með sér. Hún er heldur betur búin að slá um sig og heilsaði mér á Íslensku! "Komdu sæl og blessuð". Hún sagðist vera að spá í því jafnvel að flytja til Íslands því þetta væri svo spennandi land. Nökkvi, sem hefur aldrei hitt konuna, fór að spjalla við hana líka og hélt allan tíman að þetta væri kennarinn minn úr japönsku tímunum. Hann skildi því ekki afhverju við stóðum í dyragættinni og ræddum málin og bauð henni inn. Ég sendi honum störu sem var kaldari en þúsund grílukerti, sem betur fer afþakkaði hún því þær væru á hraðferð en hún sagðist endilega vilja fræðast meira um Ísland. Svo vippaði hún fram biblíunni og bað mig um að lesa upp úr henni. Enn á ný, hún er vænsta grey en ég hef það huggulegt í minni eigin trú. Nökkvi flúði þegar hann sá bókina og stakk hausnum fram í forstofu til að kveðja. Ég benti honum á að setjast niður og hætta að rugga bátnum því samband mitt við vottann er lítið annað en spjall í dyragættinni.
     Í dag vorum við svo aftur ævintýragjörn. Nökkvi vaknaði aftur snemma með stelpunum og ég kúrði ögn lengur upp í rúmi. Ég kann vel að meta svona dekur. Nökkvi kunni ekki að meta kúkableyjuna sem hann þurfti að skipta á (takk Iðunn) en hann er svo jafnlyndur að hún hafði ekki mikil áhrif. Svo byrjaði hann að undirbúa göngutúr dagsins og plana nestið sem ætti að fylgja okkur. Ég þurfti bara að vakna til að klæða stelpurnar og sjálfa mig og svo færum við. Ég stóðst ekki mátið og setti í eina þvottavél og svo tókum við okkur til í rólegheitum og ákváðum að í dag færum við að Hanshin Koshien sem er hafnaboltaleikvangur Hanshin Tigers og er mjög mikilvægur hér í Nishinomiya. Mestan part leiðarinnar þurftum við bara að fylgja götunni sem við búum við og svo beygja aðeins til vinstri. Ekki mikið mál. Leikvangurinn er flottur en við skoðuðum hann bara að utan. Við borðuðm nestið okkar á meðan við horfum á hafnaboltaleikara hlaupa hring eftir hring krinum bygginguna, einhver æfing í gangi. Eftir að nestið var snætt ákváðum við að labba ekki sömu leið til baka, bara til að hrista aðeins upp í ferðinni. Ég kom auga á  versunarmiðstöð sem ég hafði ekki farið í áður en lesið um á netinu. Ó þau illu örlög að eiga ekki sand af seðlum. Þarna var margt sem ég sá fallegt og ýmislegt sem ég hefði glöð leift að fylgja mér heim hefði ég getað það. Við reynum að múta Ylfu til að fara á klósettið en hún harðneitaði því henni leyst ekkert á klósettin sem gáfu frá sér hávært vatnshljóð til að hylja náttúruleg hljóð pissandi kvenna. Ég gef henni reyndar það að þetta var óvenju hávært og kannski ógnvekjandi fyrir litla sál. Frá mollinu löbbuðum við út í burskan. Allt í einu var eins og við værum í einskismannslandi. Ekki sála á ferð. Fullt af blokkum en þær virtust margar vera mannlausar. Við þvældumst óraleið og komum allt í einu að smábátahöfn. Þaðan ákváðum við að finna ánna sem rennur meðfram Nishinomiya og þræða okkur þaðan heim. Við gerðum það, það var mikið af fólki við ánna og ýmislegt að gerast. Við örkuðum áfram og eftir miklu lengri göngu en við bjuggumst við komumst við á götuna okkar og svo heim. Stelpurnar eru nú sofnaðar og Nökkvi er að díla við annan dyrasölumann kvöldsins, hver þremillinn?! Sá fyrri seldi honum einhverja blaðaáskrift, spurning hvað þessi vill upp á dekk.

Og nú myndir fólk!

12.jan: Skokkarar við Mukugawa

Nökkvi

Nökkvi og Iðunn hanga við ánna

BLEIKUR ÍKORNI!!

Sega mega töff rennibraut, það voru þrjár rennur sem fléttuðust úr einum turni

Ylfa í UFO

Sætlingur á róló

Klifurkrútt

Nökkvi og sofandi Iðunni á bekk í fjarska

Meðal dýranna

Talar fyrir sig

13. janúar Nökkvi og Iðunn á nýjan máta


Hanshin Koshien, í fjarska sjást hafnarboltamenn ræða saman fyrir æfingu

Ó je, hafnarbolta tígrisdýr

Þetta get ég ímynda mér að séu nöfn þeirra sem hafa styrkt leikvanginn á einhvern máta. Þetta er gangstéttin fyrir utan.

Svo eru aðalsmenn settir upp á vegg

Fínerí og þrír íslendingar

Það er svo gott að vera frjáls úr viðjum kerrunnar

Krakkakrútt

Hér vorum við komin í einskinsmannslandið, Nökkvi að "ekki"pósa

"Það er of mikið skólp í þessu vatni til þess að leika sér í því", stendur ekki  alveg orðrétt samt.

Feðgin, blokkir og bátar

Sumir sváfu bara

Api með barn og fólk við ánna

Ábyggilega huggulegt að láta bera sig svona í sjali

Heljarinnar fyrirhöfn fyrir latt tré

Heimilislausar kisur við ánna

Hér halla tréin undir flatt

Hafnarbolti í mini útgáfu

-Jóhanna

3 comments:

  1. fdkltgriold,rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrvnnnnnnnnnnnn gjfujkf


    kv. Fannar

    ReplyDelete
  2. Haha þessi kisumynd er kostuleg, eins og tveir kjúklingar að chilla :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það er mikið af kisum við árbakkann, margar (sennilega flestar) heimilislausar. Sáum eina sem hefði vel mátt við því að fá rjómasopa og fiskbita, skelfilega horuð og tætt :(

      Delete