GLEÐILEG JÓL!
Niðurstaða gærkvöldsins, hangikjöt er miklu betra með jólaöli og litlum stúlkum er alveg sama þó þær fái eiginlega bara mjúka pakka svo framarlega sem það leynist allavega einn harður pakki í hrúgunni. Við buðum Jóni að koma til okkar og borða með okkur, sem hann gerði og var meira segja svo almennilegur að koma með köku með sér. Ég eldaði hangikjötið sem pabbi og mamma sendu okkur og tókst að brenna atlögu 1 að uppstúf og endaði með því að gera hann á pönnu því að eldhúsið okkar er frekar tómt. Okkur tókst að borða á okkur gat en fannst öllum vanta eitthvað uppá til þess að jólin gætu komið almennilega, held að leyniefnið sé klárlega Ísland og fjölskyldan. Ylfa var mjög spennt allan daginn en þegar pakkarnir voru yfirstaðnir var henni potað í bælið því hún var heldur veikluleg og sloj. Í morgun vaknaði hún hress svo þetta er vonandi ekkert alvarlegt. Iðunn fór að sofa á skikkanlegum tíma en vaknaði aftur til þess að halda fjörinu áfram, móðurinni til mikillar armæðu. Annars er lítið hægt að skrifa um þetta. Set inn örfáar myndir af gærdeginum, mér er eitthvað farið að förlast þegar kemur að myndavélinni svo það voru fáar myndir teknar og myndavélin gleymdist eiginlega bara.
Niðurstaða gærkvöldsins, hangikjöt er miklu betra með jólaöli og litlum stúlkum er alveg sama þó þær fái eiginlega bara mjúka pakka svo framarlega sem það leynist allavega einn harður pakki í hrúgunni. Við buðum Jóni að koma til okkar og borða með okkur, sem hann gerði og var meira segja svo almennilegur að koma með köku með sér. Ég eldaði hangikjötið sem pabbi og mamma sendu okkur og tókst að brenna atlögu 1 að uppstúf og endaði með því að gera hann á pönnu því að eldhúsið okkar er frekar tómt. Okkur tókst að borða á okkur gat en fannst öllum vanta eitthvað uppá til þess að jólin gætu komið almennilega, held að leyniefnið sé klárlega Ísland og fjölskyldan. Ylfa var mjög spennt allan daginn en þegar pakkarnir voru yfirstaðnir var henni potað í bælið því hún var heldur veikluleg og sloj. Í morgun vaknaði hún hress svo þetta er vonandi ekkert alvarlegt. Iðunn fór að sofa á skikkanlegum tíma en vaknaði aftur til þess að halda fjörinu áfram, móðurinni til mikillar armæðu. Annars er lítið hægt að skrifa um þetta. Set inn örfáar myndir af gærdeginum, mér er eitthvað farið að förlast þegar kemur að myndavélinni svo það voru fáar myndir teknar og myndavélin gleymdist eiginlega bara.
-Jóhanna
No comments:
Post a Comment