Úrdráttur og myndir neðst!
Í gærmorgun var ég á hlaupum með stelpurnar eins og svo oft áður. Við vorum orðnar helst til seinar í leikskólann svo ég setti þær báðar í stóru kerruna og hljóp af stað. Það bar ekki betri árangur en svo að þegar ég var komin hálfa leiðina í leikskólann sá ég síminn minn var horfinn. Blóðið í mér fraus, húslyklarnir voru á símanum svo þetta var verra en ella. Ég gargaði og snéri við á punktinum. Stelpurnar voru sem betur fer pollrólegar en Ylfa spurði hvort við ætluðum á "Makkudo" = McDonalds fyrst ég væri að snúa við. Ég leitaði eins og óð væri en fann hvorki tangur né tetur af símanum. Niðurbrotin gekk ég heim og bankaði, Nökkvi hafði verið að læra alla nóttina og ætlaði að sofa meðan við værum í leikskólanum. Hann kom úfinn og sætur til dyra og ég rétti honum Iðunni og fór að væla. Nökkvi var eins og elding og stökk í almennileg föt og rétti mér Iðunni aftur. Þessu yrði reddað. Rétt í því að vorum að fara út aftur var hringt úr símanum mínum í Nökkva síma en hann náði ekki að svara og var sjálfur inneignarlaus svo hann neyddist til þess að fara að kaupa inneign. Mér var skipað að labba sömu leið og venjulega upp í leikskóla og nota tímann sem væri eftir af leikskóladeginum. Við vorum því 40 mínútum of seinar í leikskólann og allir farnir að leika þegar við komum. Kennarinn sagði að það væri nú ekki mikið mál og að við ættum endilega að drífa okkur inn svo dagurinn færi ekki algerlega til spillis. Það var voðalega huggulegt hjá okkur og við hittum enn fleirri mæðgin og mæðgur. Aldrei neinir pabbar þarna en Nökkvi ætlar að fá að fara með Ylfu, þegar hann er sjálfur í fríi, svona til þess að brjóta aðeins upp á venjuna.(Hér datt út fullt af texta, lagað 9.des) Eftir erfiði morgunsins sá ég hádegismat í hyllingum svi við byrjuðum á því að fara í búðina og kaupa okkur pizzur til að skella í ofninn. Fyrir utan húsið heima hittum við svo vottann, félaga okkar, sem spjallaði við okkur í stutta stund en hleypti okkur svo inn því Iðunn var sofandi og ég var (með smá ýkum) að benda á að ég væri með búðarpoka sem þyrfti að komast í ísskáp. Við komum heim og elduðum okkur pizzu, Nökkvi og Iðunn dormuðu upp í sófa og við Ylfa horfðum á teiknimyndir. Svo var kominn tími fyrir mig til að fara í japönskutíma svo ég sagði skilið við fjölskylduna og hljóp til að ná lestinni. Tíminn hjá mér var voða ágætur. Kennarinn minn, Satou, er svo yndæl að það er erfutt að vera voðalega hræddur við námið. Á meðan ég var í burtu gekk hinsvegar ýmislegt á heima. Eftir að Nökkvi náði ekki að svara símanum um morguninn. Var hringt í næsta númer úr símaskránni (í símanum mínum) og viti menn það var svarað. Um tvö leitið var bankað upp á heima. Nökkvi fór til dyra og þar stóðu Megumi og Mary, dóttir hennar. Megumi hafði þá svarað í sinn síma um morguninn og talað við konu sem hafði fundið símann minn liggjandi á götunni. Hún bað hana um að fara með símann í "tapað/fundið" hornið á næstu lestarstöð. Vitandi að hún gæti ekki hringt í mig eða sent mér skilaboð í símann ákvað hún að kíkja við heima og láta vita hvar síminn væri niðurkominn. Mary og Ylfa urðu voða glaðar að sjá hvora aðra svo það varð úr að Mary fengi að kíkja í heimsókn til Ylfu á meðan Megumi næði í símann upp á stöð. Nökkva fannst það nokkuð góður díll og stelpurnar léku sér saman í þennan annars stutta tíma. Ylfu þótti erfitt að leifa vinkonu sinni að fara en eftir að ég sendi Megumi skilaboð, til að þakka fyrir hjálpina, var ákveðið að stelpurnar fengju bráðum að leika aftur. Ó japanir þið undursamlega skilvísa fólk! Ég tók gleði mína á ný og gat baðað börnin og gert alla sæta og fína fyrir boðið.
Jólaboðið var í Takarazuka, það er bærinn við hliðiná okkur, svo við urðum að taka lestina þangað. Við vorum enga stund að koma okkur þangað og enn styttri stund að finna hótelið þar sem veislan var haldin. Þetta var allt rosalega flott og okkur leið svolítið eins og við værum ekki nógu fínt klædd. Svo var fullt af fólki sem var ekki einu sinni jafn fínt klædd og við, hjúkkett! Þetta var standandi borðhald og borð á víð og dreyf um salinn til þess að fólk gæti aðeins lagt frá sér diskana og hellt í glösin. Það voru tvö risavaxin hlaðborð, sushi-stöð og fleirra gúmmelaði. Við Nökkvi fengum að skiptast á að borða og halda á Iðunni sem vildi helst fá að skríða á gólfinu. Það var ekki í boði útaf mannmergðinni. Þarna voru allir skiptinemarnir og ýmist host-fjölskyldurnnar þeirra eða fylgihlutir, eins og við stelpurnar. Það voru ræður, borðbæn og að lokum skemmtiatriði. Maturinn var ljúffengur en hefði sennilega bragðast betur ef Iðunn hefði verið aðeins rólegri. Við vorum út alla dagskránna en héldum svo heim á leið, það hafa ábyggilega nokkrir farið út að skemmta sér eftir þetta en ekki við barnafólkið. Nei okkar beið mun meira spennandi kvöld heima þar sem Nökkvi sofnaði upp í hjá Ylfu og kom ekki aftur fram og við Iðunn horfðum á Saturday Night Live og fórum svo að sofa.
Sem sagt mjög líflegur dagur en boy oh boy hvað við vorum uppgefin þegar við vorum komin heim. Í dag erum við Ylfa búnar að kaupa í matinn og fjárfesta í jólaskrauti. Við erum líka búnar að skreyta jólatréið og tókst bara ágætlega til þótt ég segji sjálf frá. Það tók að vísu ansi stuttan tíma því tréið er bara 60 cm á hæð. Svo er bara kósý hjá okkur, jólaskraut (af mjög skornum skammti) og jólatónar í boði youtube.
Hér er úrdráttur af því sem gerðist, fyrir þá sem nenna ekki að lesa allt (þú veist hver þú ert böddí!):
-Týndi símanum mínum og hjarað brast
-Fór á leikskólann með stelpurnar og allt voða huggulegt
-Fór í japönsku tíma
-Kom heim úr japönsku tíma og þá var síminn kominn í leitirnar þökk sé vinkonu minni, sem er engill!
-Fórum á jólaskemmtun í boði skólans hans Nökkva
-Erum búin að hanga í kósýheitum og skreyta jólatré í dag
Og nú MYNDIR!
Spennandi!
Ljósakróna!!
Nökkvi tæklar barnasólaleysið
Hlaðborð 1
"Mamma taktu mynd af mér"
En hún getur líka verið voða sæt :)
Ræðuhöld
Skemmtiatriði, Ylfa sagði "Mamma, hann má ekki taka mig" þegar hún sá íkornann
Verið að kynna skemmtiatriði frá skiptinemum
Kanadískur hálandadansari í lausu lofti
SUSHI!!!!
Kökur. Þær voru búnar þegar röðin kom að okkur, ég dó pínu inn í mér.
Verið að búa til sushi
Street performance hjá skiptinema. Börnin voru dáleidd.
Iðunn skoðuð
Þessi vildi svo mikið fá mynd með Ylfu að þau enduðu á gólfinu
Klappstýrur og -stjórar
Japanskir klappstjórar eru mega-mega-mega töff!
Þessi í miðjunni var með skelfingar svip á sér mest allan tíman eins og um líf og dauða væri að ræða.
Nökkvi, stelpurnar og kennarar
Lúðrasveit, í undarlegum lit í boði myndavélarinnar
Kjóllinn sem ég hefði átt að mæta í
Nökkvi var neyddur til þess að taka mynd af mér þegar við komum heim til að sýna að ég væri til.
Jólatréið, skreytt og komið upp á hillu
Iðunn nagar tær og brosir í tilefni laugardagsins.
-Jóhanna
Sem sagt, Frábært !
ReplyDeleteVáá hvað þetta er elegant veisla! :)
ReplyDeleteEn síminn er sem sagt ófundinn ? :O
Mega elegant, meira elegant heldur en klúðrið með textann. Ég hef einhvernveginn náð að þurrka út 50% af því sem ég hafði skrifað. Ég er samt búin að laga það núna og já síminn er fundinn :)
DeleteÉg hefði farið að gráta ef ég hefði ekki fengið köku... alveg sönn saga...
ReplyDeleteÞað vara smá (himneskt) Creme Brulee eftir svo við gátum smakkað það. En kaka hefði verið meira alvöru
DeletePANT vídjó af japönsku klappstjórunum !
ReplyDelete