Við vorum að koma heim af International Day sem er haldina af Nishinomiya International Association, þar sem ég fer í japönskutíma einu sinni í vikur. Í tilefni dagsins var haldin kimono sýning og ég fékk þann heiður að fá að klæðast einum slíkum. Við fórum því út snemma í morgun því að ég átti bæði eftir að láta greiða mér og fara í dressið sjálft. Nökkvi fór í stuttan göngutúr með stelpurnar á meðan og hitti mig síðan á viðburðinum. Honum til mikillar gleði fann hann enn eitt útibúið af uppáhalds kareokístaðnum hans, ég býst sterklega við því að við kíkjum þangað einn daginn. Á meðan að hann hringsólaði með stelpurnar fór ég og fann búningsherbergið. Þar voru japanskar konur að leggja lokahönd á slaufurnar á sínum kimonoum og ein kínverks kona byrjuð í hárgreiðslu. Ég sat bara og beið þar til röðin var komin að mér. Þetta dress er í svo mörgum lögum að það tók okkur alveg ágætlega langan tíma að koma mér í allar flíkurnar. Ég ætlaði að springa úr gleði yfir því hvað mér fannst "minn" vera úr fallegu efni. Appelsínugulur með gullnu blómamunstri. Eftir það var mér potað í greiðslu og um það bil sem ég var að verða búin þar mætti þriðja og síðasta módel dagsins. Sú er rússnesk og heitir Pauline, við fórum að spjalla og í ljós kom að við erum jafnöldrur og hún á stelpu sem er jafn gömul og Ylfa. Auðvitað ákváðum við strax að vera í bandi í framtíðinni því það er ekki svo oft sem maður fær svona tækifæri. Þegar við vorum allar tilbúnar var kominn tími til að halda fram á sýninguna. Við fórum fyrst tvær fram og aðal mittislindarnir voru bundnir á okkur upp á sviðinu. Svo kom sú þriðja fram og við snérum okkur og sýndum fötin eins vel og við gátum. Að því loknum fengum við japönsk sætindi og grænt te og þar að auki kennslu í því hvernig við ættum að borða/drekka veitingarnar. Við fengum svo að spássera um svæðið í kimonounum í smá stund áður en við héldum aftur inn í búningsherbergi til að skipta um föt aftur. Við fengum svo laun fyrir "erfiðið" og gátum keypt okkur glingur og góðgæti úr básum sem voru á svæðinu. Konurnar sem stóðu að þessu voru allar svo ótrúlega yndælar og skemmtilegar, þetta var þrusu gaman. Við spjölluðum við fullt af fólki og á meðan að Nökkvi að taka myndir af kimonounum kom ein kansai-amman og hélt á Iðunni svo hún myndi ekki stinga af. Ylfu fannst kimonoinn vera mjög töff og sagði mjög einlæg "Mamma þú ert svo fín", ég bráðnaði úr krútti.
Myndir!! (Mest ég hohoho)
Ótengt deginum, Iðunn náið sér í smá krem
Nýkomnar á sviðið
Byrjað að binda
Barnapían hennar Iðunnar
Alveg að klárast
Fín vol.1
Fín vol.2
Komin nær
Fjölskyldan
Nökkvi flottur í burðarsjali
Ylfa horfir hrifin á kimonoklæddar konur
Spilað á hljóðfæri, kote held ég
Fínerý
Leiðbeiningar fyrir tedrykkju
Te-ið sopið
Hárskraut
Up close
Rölt með Ylfu
Rölt með Iðunni
Salíbuna
Róló!
Nökkvi og Iðunn
-Jóhanna
Omgz.. Þinn var tótallí flottastur :)
ReplyDelete