Mömmu blaður: Iðunn virðist vera að taka þroskastökk eins og er svo vinsælt hjá 11 mánaða börnum. Hún er klifuróð, klifrar upp á kassa og innanstokksmuni eins og fjallageit og fer meira að segja svo langt að ná í dót til þess að klifra með það upp á kassa og leika sér þar frekar en á gólfinu. Hún er farin að standa meira og getur nú setið á hækjum sér og staðið næstum því/stundum upp án þess að halda í eitthvað. Hún labbar með okkur og getur meira að segja labbað og haldið í bara aðra höndina á göngufélaganum. Í dag í búðinni var afgreiðsludama að brosa til hennar og vinka og sú stutta vinkaði til baka, hún er ekki búin að vera mikið í því að vinka til annara en okkar. Hún getur nú gert "hvað ertu stór" og klappað ógurlega fyrir sjálfri sér en nennir því ekki alltaf, hún er ekki alveg jafn mikið sýnigardýr og Ylfa var. Ég ætlaði að fara að minnka hvað hún er mikið á brjósti þar sem hún var orðin full heimilisleg með þetta, togandi í hálsmálið hjá manni í tíma og ótíma. Það er ekki búið að ganga neitt stórkostlega vel því hún vill ekki þurrmjólk né annað sem henni er boðið, það er allt í lagi að drekka vatn en best er að stela því sem er í glasinu hennar Ylfu. Hún er enn núðlu og hrísgrjóna óð en núna síðast bættist tófú við á listan yfir mat sem er sérstaklega góður. Hún vill ekki sitja í matarstólnum sínum svo stundum setjum við hana í litlu kerruna og rúllum henni inn í stofu til fóðrunar. Það er miklu skemmtilegra því þá getur maður nagað tærnar á sér á milli þess sem maður borðar köldmatinn (bakið hallar passlega mikið til þess að hægt sé að ná góðu gripi á tánnum). Hún er aðeins að bíta en bara útvalda, s.s. okkur Nökkva, hún er hinsvegar skömmuð samstundis og stundar þetta því ekki mikið. Hún verður ógurlega sár þegar hún er skömmuð svo hún passar sig. Annars er hún bara almennt krúttleg og glaðlynd. Mömmu blaðri lokið.
Ég er búin að vinna hörðum höndum að því að kaupa allar jólagjafirnar sem eiga að fara á klakann og keypti síðustu þrjár í dag. Nú þarf bara að pakka allri hamingjunni inn og tölta með á pósthúsið. Ég er ekki frá því að ég sé nokkuð ánægð með nokkrar þeirra og mér tókst meira að segja að fá Nökkva og Ylfu til að taka smá þátt í valinu. Ylfu finnst voða gaman að kaupa pakka handa fólkinu sínu en varð alveg forviða þegar ég bannaði henni að kjafta frá hvað hún hefði keypt handa frænku sinni þegar við vorum að spjalla við þær á skype. Móðgaðara andlit hef ég aldrei séð. Ekki að það skipti svo miklu máli því svo þarf ég að skrifa á miða utan á kassan hvað er í honum, þá er bara að vona að fólkið sem fær pakkana sé ekki of mikið að lesa á miðann og reyni að halda smá í leyndardóminn sem umlykur jólapakkana. Það er víst svo stutt í þetta allt saman að það er ekki seinna vænna fyrir mig að senda kassana því það er víst nóg um að vera hjá póstinum í desember.
Það verður reyndar líka nóg um að vera hjá okkur í desember. Við eigum eftir að kaupa okkar eigin jólagjafir (jeij!!), fara á litlujól hjá Nishinomiya International Association Kids Club (NIA Kids Club), Nökkvi er að fara í einhverskonar stöðupróf sem ég kann ekki að lýsa almennilega, hann fer í jólafrí (jeij!!), afmælisgleði fyrir Iðunni, jól, áramót og ég held ég sé að komast inn í japönsku kennsluna. Eftir þriggja vikna bið var nefninlega hringt í mig frá skrifstofunni til að tilkynna mér að ég ætti að koma í viðtal 30 nóvember og hitta kennarann minn. Mikið hlakkar mig til. Vona bara að þetta verði hresst. Nökkvi fer ekki í jólafrí fyrr en 24. des, því lýkur svo í kringum 7 jan og þá byrja prófin held ég. Hver veit nema hann verði ævintýragjarn og splæsi smá gæðastund á fjölskylduna, allavega á jólunum og nýjárinu. Ég ætla svo með einhverju móti að koma mér til Kobe til að skoða ljósasýningu sem er það á hverju ári, held það sér mega!
Tíminn líður ansi hratt eins og er, mér finnst eins og það sé ekkert voðalega langt í að við förum aftur til Íslands. Stundum líður samt tíminn töluvert hægar. Hingað til söknum við helst fólksins okkar, heita vatnsins, leikskólans, fatanna minna (ég tók svo lítið með), drykkjar vatnsins og þess að þurfa ekki að reikna í hvert skipti sem við borgum eitthvað hvað það kostar í raun og veru (s.s. í íslenskum krónum). Viðurkenni alveg að Nökkvi er kannski ekki svo mikið að sakna fatanna minna en á einhverju leveli gerir hann það ábyggilega því ég er farin að stela peysunum hans þegar mér er kalt.
Ég man ekki almennilega hvað ég er búin að gera af mér í vikunni svo ég enda þetta bara með mynd af okkur Ylfu með Hello Kitty og hestinum hennar. Þau voru í mollinu að auglýsa eitthvað og við stukkum á tækifærið og fengum mynd. Ylfa hinsvegar fríkaði pínu út því Hello Kitty var alltof hávaxin, hafiði það. Hún hélt því fast í mig og neitaði að sleppa.
-Jóhanna
This comment has been removed by the author.
ReplyDeleteHæ !
DeleteJá þið saknið fatanna ykkar, skiljanlega.
Það er nú eins gott að eiga nóg af hlýjum fötum þegar japanski veturinn byrjar.
Kannski ættirðu að prjóna japanskar lopapeysur handa fjölskyldunni:
http://up.picr.de/12535845ik.jpg
Það ku vera "youmou" í landi hinnar rísandi sólar:
http://thumbs.dreamstime.com/thumblarge_323/1224148999va8BWl.jpg
Kkv
Tolli.