Það var svokallaður "Cultureday" á laugardaginn var og því mikið um allskonar menningarlega atburði. Skólinn hans Nökkva var meðal annars með culture festival yfir alla helgina. Við stefndum upphaflega á að fara til að sjá vinkonu okkar dansa með danshópnum sínum en enduðum á að skoða held ég flest allt annað á skemmtuninni því það var of troðið á danssýningunni. Við vorum eitthvað að reyna að lufsast til að taka myndir en það reyndist þörfinni þyngri því mannmergðin var mikil og það var sífellt verið að plata okkur til að kaupa mat og nasl úr hinum og þessum básum og því allar hendur fullar. Það sem við náðum að gera af okkur:
-sjá restina af tónleikum hjá einhverri hljómsveit, þeir voru bara nokkuð góðir.
-sjá troðning í átt að danssýningunni sem við slepptum.
-sjá þrjá stráka leika kúnstir með kubba, hatta og fleirra.
-borða kjötbollur, karmellupopp, epli með sykurhjúp, tamasen (egg og eitthvað dúllerí á hrískexi) og köku sem leit út eins og fiskur en var fyllt með sætbaunabauki.
Þetta var allt alveg ágætt bara. Hér eru svo nokkrar myndir...
-sjá restina af tónleikum hjá einhverri hljómsveit, þeir voru bara nokkuð góðir.
-sjá troðning í átt að danssýningunni sem við slepptum.
-sjá þrjá stráka leika kúnstir með kubba, hatta og fleirra.
-borða kjötbollur, karmellupopp, epli með sykurhjúp, tamasen (egg og eitthvað dúllerí á hrískexi) og köku sem leit út eins og fiskur en var fyllt með sætbaunabauki.
Þetta var allt alveg ágætt bara. Hér eru svo nokkrar myndir...
Tónleikar að klárast
Nökkvi með sofandi Iðunni
Vakandi Iðunn og Nökkvi slappa af á meðan Ylfa slappar ekki af
Kassar í loftköstum
Ylfa að losa sig við karmellu epli til að geta hlaupið um
-Jóhanna
No comments:
Post a Comment