Það eru allir búnir að vera uppfullir af kvefi og pest hérna í um það bil viku núna, létum undan veikindunum á miðvikudaginn. Það er óhætt að fullyrða að allir eru komnir með meira en nóg af snítingum, hnerrum og stífluðum ennisholum. Stelpurnar voru sennilega með hita fyrstu tvo dagana en eru svo búnar að vera trallandi "hressar" á meðan við Nökkvi skiptumst á að leggjast í bælið. Nú er mánudagur og Nökkvi neyddist til þess að fara í skólann eftir vægast sagt sjúskaða helgi. Það hlakkaði í mér að þurfa ekki að fara neitt þangað til í fattaði að maturinn væri sama sem búinn í kotinu. Við trítluðum því út í búð, Iðunn í burðarsjali og Ylfa á tvemur jafnfljótum. Það reyndist vera hið ljúfasta veður og við nutum þess að láta sólina aðeins skína á okkur. Held stundum að ég ljóstillífi eins og plönturnar ... sólin er æði. Matarbúðin er bara á næsta götuhorni svo við vorum snöggar á milli. Loftkælingin sem hefur til þessa verið blessun í öllum hitanum var virkilega óþægileg með kvefinu svo við flýttum okkur að fylla körfuna okkar af allskonar dóti og komum okkur svo heim. Þá tók við að fóðra börnin og koma Ylfu í lúrinn sinn. Samanber nýjustu könnunum er ógeðslega leiðinlegt, ósamgjarnt og ófyrirlitlegt að segja einhverjum að leggja sig í hádeginu. Það er að segja ef það eitthvað að marka Ylfu. Hún sofnaði samt á endanum og ég hafði það huggulegt frammi með Iðunni. Þegar Stardust var um það bil hálfnum sofnaði Iðunn í fanginu á mér svo ég gat skutlað henni inn í rúm líka og átt alveg heilar 15 mínútur barnlaus áður en Ylfa vaknaði. Lúxus.
Ylfa er búin að taka upp á hinum ýmsu "gelgjutöktum". Til að mynda segir hún "ó mæ dat" í hvert skipti þegar hún sér eitthvað út í búð sem henni hugnast. Dæmi: "Ó mæ dat mamma, sjáðu (einhver óþarfi). Ótrúlega flott" svo horfir hún á mann með glotti og hvolpa augum. Annað sem hún er byrjuð að gera, þegar henni sárnar eitthvað ógurlega eða er skömmuð þrammar hún inn í auka herbergið og leggst buguð í rúmmið. Stundum lokar hún meira að segja að sér. Þegar henni finnst hún hafa verið nógu lengi inni gargar hún á pabba sinn að koma og sækja sig og vill þá helst hanga á bakinu á honum. Þriðja vandamálið er svo það að hún hikar ekki lengur við það að taka í lurginn á systur sinni sem er klárlega ekki smábarn lengur. Iðunn er reynar núna á svipuðum aldri og Fannar (frændi) var þegar Ylfa fór að ganga í skrokk á honum líka. Hún er samt skömmuð um leið og eitthvað af þessum toga á sér stað. Iðunni sárnar þetta auðvitað stórkostlega en það tekur oftast svo langan tíma að fá Ylfu til að biðjast afsökunar að oftast er fórnarlambið búið að gleyma áflogunum og skriðið í burtu. Ég var að lesa grein um "the terrible twos" eða "hinn hræðilega tveggja ára aldur" og Ylfa fellur ansi vel inn í þá grein. Þetta mun s.s. vonandi líða hjá.
Iðunn, monsið atarna, er heldur ekki búin að sitja iðjulaus og er búin að leggja mikinn metnað í það að læra að klifra hratt upp í sófann og helst upp á sófabakið þar sem hún getur teygt sig í gardínurnar. Þar sem ég sit og skrifa þetta núna stendur hún einmitt upp við matarborðið og teygir sig eftir dóti sem hún veit hún á ekki að fikta í. Fiktið heldur áfram! Hún er til allrar hamingju búin að fatta hvernig hún kemst niður úr sófanum og er hætt að láta sig bara góssa fram af eins og hún hafði gert annars. Hún er ólm í að fá að opna ísskápinn en það getur reynst erfitt að opna hurð sem maður stendur upp við. Það sama á við um þegar maður skríður inn í hergbergi og lokar óvart á eftir sér. Þá hefur reynst best að setjast niður og garga á mömmu sína, sem kemur og bjargar manni. Hingað til hef ég notið þeirra þæginda að hafa lokað inn í svefnherbergi svo að þegar Iðunn vaknar á undan okkur skríður hún bara um þar (inn í svefnherbergi hjá okkur) og bíður þess að við vöknum. Núna er monsan búin að læra á rennihurðirnar og friðurinn því endanlega búinn. Þetta trix er líka gott að kunn til þess að komast inn í stóra skápinn í svefnherberginu þar sem er ljómandi gott að skríða og fara í feluleik með stóru systur þegar hún nennir að leika. Iðunn er svo mikill forkur að ég gæti alveg trúað henni til að fara að labba von bráðar bara til þess að geta fiktað í fleirri hlutum.
Enda póstinn á nokkrum myndum...
Ylfa er búin að taka upp á hinum ýmsu "gelgjutöktum". Til að mynda segir hún "ó mæ dat" í hvert skipti þegar hún sér eitthvað út í búð sem henni hugnast. Dæmi: "Ó mæ dat mamma, sjáðu (einhver óþarfi). Ótrúlega flott" svo horfir hún á mann með glotti og hvolpa augum. Annað sem hún er byrjuð að gera, þegar henni sárnar eitthvað ógurlega eða er skömmuð þrammar hún inn í auka herbergið og leggst buguð í rúmmið. Stundum lokar hún meira að segja að sér. Þegar henni finnst hún hafa verið nógu lengi inni gargar hún á pabba sinn að koma og sækja sig og vill þá helst hanga á bakinu á honum. Þriðja vandamálið er svo það að hún hikar ekki lengur við það að taka í lurginn á systur sinni sem er klárlega ekki smábarn lengur. Iðunn er reynar núna á svipuðum aldri og Fannar (frændi) var þegar Ylfa fór að ganga í skrokk á honum líka. Hún er samt skömmuð um leið og eitthvað af þessum toga á sér stað. Iðunni sárnar þetta auðvitað stórkostlega en það tekur oftast svo langan tíma að fá Ylfu til að biðjast afsökunar að oftast er fórnarlambið búið að gleyma áflogunum og skriðið í burtu. Ég var að lesa grein um "the terrible twos" eða "hinn hræðilega tveggja ára aldur" og Ylfa fellur ansi vel inn í þá grein. Þetta mun s.s. vonandi líða hjá.
Iðunn, monsið atarna, er heldur ekki búin að sitja iðjulaus og er búin að leggja mikinn metnað í það að læra að klifra hratt upp í sófann og helst upp á sófabakið þar sem hún getur teygt sig í gardínurnar. Þar sem ég sit og skrifa þetta núna stendur hún einmitt upp við matarborðið og teygir sig eftir dóti sem hún veit hún á ekki að fikta í. Fiktið heldur áfram! Hún er til allrar hamingju búin að fatta hvernig hún kemst niður úr sófanum og er hætt að láta sig bara góssa fram af eins og hún hafði gert annars. Hún er ólm í að fá að opna ísskápinn en það getur reynst erfitt að opna hurð sem maður stendur upp við. Það sama á við um þegar maður skríður inn í hergbergi og lokar óvart á eftir sér. Þá hefur reynst best að setjast niður og garga á mömmu sína, sem kemur og bjargar manni. Hingað til hef ég notið þeirra þæginda að hafa lokað inn í svefnherbergi svo að þegar Iðunn vaknar á undan okkur skríður hún bara um þar (inn í svefnherbergi hjá okkur) og bíður þess að við vöknum. Núna er monsan búin að læra á rennihurðirnar og friðurinn því endanlega búinn. Þetta trix er líka gott að kunn til þess að komast inn í stóra skápinn í svefnherberginu þar sem er ljómandi gott að skríða og fara í feluleik með stóru systur þegar hún nennir að leika. Iðunn er svo mikill forkur að ég gæti alveg trúað henni til að fara að labba von bráðar bara til þess að geta fiktað í fleirri hlutum.
Enda póstinn á nokkrum myndum...
Uppstilling í boði Ylfu, að hennar mati skiptir ekki máli þó ljósið skíni aftaná
Nýbaðað Úlfaskott með harðsoðið egg og handklæðatúrban
-Jóhanna
Haha aww... Ylfa er orðin svo mikill unglingur eitthvað :D
ReplyDeleteoog Iðunn er komin með svo sítt hár! Litlu monsin að verða alltof stór í fjaveru ykkar!
ReplyDeleteJá og við erum rétt búin að vera hérna í mánuð. Hárið á Iðunni er samt ekki allt sem það sýnist, það eru þynnri partar inn á milli þar sem hún er búin að klóra sér mikið og nudda í svefni. Greiði yfir það.
ReplyDelete