Dvölin í Japan hefur orðið til þess að þegar Ylfa sér myndir í tölvunni af fólkinu sínu hefjast alltaf miklar einræður um það hvað hver og einn er að gera. Hún fer líka að tala um fjölskylduna sína ef hún rekur augun í eitthvað sem minnir hana á þau. Hér eru nokkur dæmi:
Við erum með hópmynd úr brúðkaupinu í bakgrunn á tölvunni. Ylfa rak augun í það og byrjaði að þylja upp öll nöfnin á ættingjum sínum. Þegar röðin var komin að Bjarna stoppaði hún aðeins og horfði alvörugefin á mig og sagði : Mamma, ég hjálpa honum Bjarna mínum.
Ylfa og Nökkvi spjalla gjarnan um lífið og tilveruna rétt fyrir svefninn. Ylfa krefst þess stundum að pabbi hennar segji henni söguna af Rauðhettu. Útgáfan er krydduð til af þeim feðginum. Rauðhetta er með appelsínugult hár, hún er að fara með nammi til ömmu sinnar og má ekki fara yfir götuna en gerir það samt, úlfurinn fer og étur ömmu og Rauðhettu að venju en í staðinn fyrir veiðimann kemur Ívar og sker gat á magann á úlfinum. Úlfurinn fer á dýraspítala til að láta sauma magann sinn.
Ylfa að tala um Önnu frænku og Ívar: Ívar, ha mamma, hann ætlar að koma og sækja okkur og ég ætla að leika við Ásdísi Katrínu mína. Anna .... Anna.... hún hérna .... hún er mamma hennar Viktoríu.
Á leiðinni upp í verslunarmiðstövarnar göngum við alltaf framhjá bílasölu sem heitir Sierra og er greinilega með umboð fyrir Volgswagen. Ylfa sá skiltið og byrjaði: Signý á þennan staf (bendir á S) og Anna mín hún á þennan staf (bendir á A) og AMMA mín á þennan bíl (bendir á VW).
Ef barnið sér mynd af ömmu sinni í Borgarnesi þarf alltaf að minnast á að amma hafi prjónað eitthvað. Ef hún sér mynd af afa kemur alltaf sama ræðan: Afi minn hann er ekki með neitt hár, en það er allt í lagi ... og Ronja hún er kisa!
Hún rak augun í mynd af Hrefnu frænku sinni: Hebbý klippa hárið á pabba og hárið fór á gólfið en það má ekki klippa hárið á pabba! (Þá segji ég henni að pabbi hennar hafi beðið um að láta klippa á sér hárið) Allt í lagi það má klippa hárið, en það má ekki fara á gólfið.
Hún var að skammast í systur sinni einhvern daginn, þegar við vorum nýkomnar til Japan. Hættu Fannar Hrafn! Ha, nei þú ert ekki Fannar. Svo hló hún af ruglinu í sjálfri sér.
Hún er staðráðin í því að Þorkell eigi tölvuúr sem Nökkvi fékk á McDonalds, hreinlega afþví að Þorkell barst eitthvað í tal þegar við vorum að skoða úrið. Þetta eina skipti prentaðist algerlega inn í hausinn á henni og fast þar. Ef hún rekst á úrið þá þarf alltaf að minnast á að þetta sé alveg eins og Þorkell.
Svo er hún bara almennt hress og talar mikið um ævintýri sem hún hefur lent í með hinum og þessum. Það er merkilegt hvað henni finnst mikilvægt að segja minn og mín við sum nöfn. Anna systir, frænka í þessu tilfelli, er alltaf Anna mín og sama gildir um Ásdísi Katrínu og Fannar Hrafn. Krúttlegt en ég hef ekki enn fengið nein svör við því afhverju þetta er svona.
Ekki meira að sinni
-Jóhanna
æjjj svo sætt;D;D góð sagan af Rauðhettu;D og gott að úlfurinn fékk magaleg málagjöld...
ReplyDeletehohoho magaleg hnjöhnjöhnjö :D
Delete