Í dag fórum við í dýragarð. Upphaflega hafði ég hugsað mér að fara í dýragarð á afmælinu hennar Ylfu en á endanum mátti það ekki bíða lengur. Það vill nefninlega svo til að ég hef mesta dálæti af dýragörðum sjálf svo þetta var eiginlega meira fyrir mig en Ylfu, ok svona 65% ég og 35% Ylfa, Nökkvi og Iðunn voru svo dregin með til að upplifa dýrðina. Við ákváðum að fara í Oji Zoo þar sem hann er hvorki sá dýrasti né sá fjærsti. Við vorum svo þreytt í gær að við sofnuðum meira að segja extra snemma og vorum því öll vöknuð árla morguns og tilbúin í slaginn. Nökkva blöskraði það svo svakalega að ég skildi ætla að taka tösku með að hann neitaði að taka litlu regnhlífakerruna (sem við vorum að kaupa, kostaði klink) og vildi frekar fara með stóru strætókerruna. Ég varð auðvitað passlega pirruð á móti og sagði að hann mætti svosem ráða þessu en að hann yrði þá að ýta líka. Hann var til í það og við gátum komið okkur í lestina. Fyndið hvað fólk tekur alltaf strax eftir Ylfu í kerrunni en aldrei eftir Iðunni, samt situr hún fyrir framan en Ylfa fyrir aftan. Það var ungt par í lestinni í dag sem spjallaði mikið um Ylfu og svo heyrðum við þegar þau föttuðu að það væri annað barn rétt áður en við stoppuðum á miðju stoppinu.
Lestarferðin að þessu sinni var alveg bærileg, reynar nokkuð heitt og troðið á köflum en ekkert til að kvarta yfir. Þegar við vorum komin á rétta stöð skutumst við út úr lestinni og flýttum okkur að finna lyftu til að komast út. Við Ylfa fórum inn á fyrsta skítuga klósettið í Japan og snérum eiginlega strax við. Dýragarðurinn er vel auglýstur og greinilegt að það er gert ráð fyrir ferðafólki úr lestinni því það voru skilti út um allt sem vísuðu á garðinn. Klukkan var rétt ný orðin 10 þegar við komum þrammandi með risa kerruna okkar. Það streymdi fólk á eftir okkur inn í garðinn og við flýttum okkur innar í garðinn. Við ákváðum að byrja á "klapp" partinum af dýragarðinum (þetta er mín þýðing á petting zoo og ég held mig við hana) því við vildum að Ylfa væri enn í góðu skapi þegar hún fengi nú að klappa dýrunum. Hún gekk kotroskin við hliðin á mér meðan Nökkvi ýtti kerrunni. Hugrekkið var samt ekki meira en svo að þegar við sáum fyrstu hænuna koma röltandi í átt til okkar hljóp Ylfa upp á prammann á kerrunni og gargaði á fuglsófétið að fara. Þetta var ekki beint hæna, einhverskonar frænka hennar með bláar og hvít doppóttar fjaðrir. Við sáum hvar börn voru að fá að halda á og klappa kanínum og naggrísum en þegar við sáum röðina fannst okkur ráðlegra að sleppa því. Við gengum aðeins um og sáum hin og þessi dýr. Ég sá stóru ástina mína skömmu eftir að við vorum farin frá "klapp"garðinum. "Hver er þessi undursamlega vera?" gæti einhver verið að spyrja sig. Svarið er Rauð PANDA. Ég ELSKA rauðar pöndur, vildi að þær væru gæfar og til í að búa með mér og knúsast. Nökkva fannst mest spennandi hvað hún væri með massívar lappir. Ég tók auðvitað myndir þangað til að dýrið svona um það bil leit á mig en svo gengum við áfram. Við sáum kóalabjörn hanga steinsofandi upp í tré og annan sem var vakandi og horfði mæðulega á okkur bakvið glervegg.
Það er mjög mikið og fjölbreytt dýraríkið í Oji Zoo en hann er samt mest að fókusa á risa pöndurnar sem búa þarna. Við biðum spennt eftir að sjá dýrin en það var bara annað þeirra úti og lág í þokkabót í skugganum og svaf. Ekki mikið að sjá þar, nema pöndu rass. Við ráfuðum svo beina leið inn í skemmtigarð sem er í miðjum dýragarðinum. Þá lifnaði yfir Úlfaskottinu sem sá fullt af hlutum sem hana langaði til að prófa og gera og hún hálf sveif inn á undan okkur og horfði svo agndofa á öll ljósin og tækin sem voru í boði. Þarna var krúttleg hringekja sem er ekki svo ólík þeirri sem er í Húsdýragarðinum. Ylfa, glögg eins og vanalega, mundi eftir því að Viktoría og Ásdís Katrín fóru í hringekjuna án hennar í sumar og vildi því ólm fara í þessa. Það var því úr að ég skildi fara með henni en Nökkvi stæði á hliðarlínunni og passaði Iðunni og okkar veraldlegu eignir. Við fengum hringekjuna út af fyrir okkur þar sem við misstum rétt af fyrri ferð. Ylfa ætlaði að setjast í hestvagn en ég sagði að það væri nú ekkert spennandi og dróg hana á eftir mér að finna hest. Mér leist líka ekkert á það að fara að reyna troða okkur báðum inn í vagninn. Ylfa valdi sér bláan hest en fór að kjökra þegar ég sagði að hún yrði að sitja á baki þegar tækið færi af stað. Það tók ekki meira en hálfan hring að hætta að vera ógnvekjandi og hún hékk brosandi og spennt á baki á meðan að uppáhalds lagið hennar úr Totoro spilaði í hátölurunum. Mér fannst þetta álíka spennandi og henni sjálfri og hékk fast við hlið hennar. Þeim tókst ágætlega að plokka frá okkur peningana í skemmtigarðinum, við fórum meðal annars í purikura (myndatökubás) og skemmtum okkur vel við að pósa og fíflast með stelpurnar. Ylfa fékk að drekka og við Nökkvi keyptum okkur kók með miklu kaffibragði. Ylfa náði líka að væla sér út íspinna á meðan við Nökkvi jöpluðum á takuyaki og kartöflubátum sem voru fyrir neðan gæðakröfur okkar. Snobbliðið kláraði samt matinn og hélt áfram að skoða dýr og taka myndir. Ylfa var misjafnlega hrædd við dýrin, best fannst henni ef þau voru á bak við þykka glerveggi því þá væri hægt að koma nær án þess að þau næðu í mann. Skógarbirnirnir voru spennandi, sérstaklega sá sem lág ofan í vatninu og settið trínið á rúðuna. Krókódílarnir voru ógnvekjandi þó þeir væru í smærri kantinum. Gíraffarnir voru STÓRIR og áttu helst að vera úti að hennar mati. Ég dáðist af öllum dýrunum og tók myndir eins og trylltur túristi en Ylfa gladdist mest yfir því að finna akarn á gangstéttinni. Það er þó nokkuð um akörn í Totoro svo litla dýrið okkar æpti yfir garðinn "Mamma, DONGURI!!" en svo missti hún það úr kerrunni og foreldrarnir neituðu að leita. Við sáum fílaparið og Ylfa óttaðist það mest að þeir kæmu og ætu Pikachu dúkkuna sem hangir á kerrunni þeirra. Ferðinni lauk svo hjá páfuglabúrinu sem var mesta heppni því það er næsta búr frá pöndunni sem hafði loksins ákveðið að vakna og sat nú upp á þaki og japlaði á bambus. Ég gat smellt mynd af henni úr fjarska en nennti engan vegin að standa í röð til að komast nær. Við héldum heim á leið nokkuð hress með árangurinn. Stelpurnar voru samt orðnar helst til þreyttar þegar við komum heim svo restin af deginum er búin að fara í að slappa af, við vorum komin heim klukkan að ganga fjögur og stelpurnar komnar upp í rúm klukkan 19. Við tókum svakalega mikið af myndum í dag, en hér er toppurinn af ísjakanum. Gjössovel...
Lestarferðin að þessu sinni var alveg bærileg, reynar nokkuð heitt og troðið á köflum en ekkert til að kvarta yfir. Þegar við vorum komin á rétta stöð skutumst við út úr lestinni og flýttum okkur að finna lyftu til að komast út. Við Ylfa fórum inn á fyrsta skítuga klósettið í Japan og snérum eiginlega strax við. Dýragarðurinn er vel auglýstur og greinilegt að það er gert ráð fyrir ferðafólki úr lestinni því það voru skilti út um allt sem vísuðu á garðinn. Klukkan var rétt ný orðin 10 þegar við komum þrammandi með risa kerruna okkar. Það streymdi fólk á eftir okkur inn í garðinn og við flýttum okkur innar í garðinn. Við ákváðum að byrja á "klapp" partinum af dýragarðinum (þetta er mín þýðing á petting zoo og ég held mig við hana) því við vildum að Ylfa væri enn í góðu skapi þegar hún fengi nú að klappa dýrunum. Hún gekk kotroskin við hliðin á mér meðan Nökkvi ýtti kerrunni. Hugrekkið var samt ekki meira en svo að þegar við sáum fyrstu hænuna koma röltandi í átt til okkar hljóp Ylfa upp á prammann á kerrunni og gargaði á fuglsófétið að fara. Þetta var ekki beint hæna, einhverskonar frænka hennar með bláar og hvít doppóttar fjaðrir. Við sáum hvar börn voru að fá að halda á og klappa kanínum og naggrísum en þegar við sáum röðina fannst okkur ráðlegra að sleppa því. Við gengum aðeins um og sáum hin og þessi dýr. Ég sá stóru ástina mína skömmu eftir að við vorum farin frá "klapp"garðinum. "Hver er þessi undursamlega vera?" gæti einhver verið að spyrja sig. Svarið er Rauð PANDA. Ég ELSKA rauðar pöndur, vildi að þær væru gæfar og til í að búa með mér og knúsast. Nökkva fannst mest spennandi hvað hún væri með massívar lappir. Ég tók auðvitað myndir þangað til að dýrið svona um það bil leit á mig en svo gengum við áfram. Við sáum kóalabjörn hanga steinsofandi upp í tré og annan sem var vakandi og horfði mæðulega á okkur bakvið glervegg.
Það er mjög mikið og fjölbreytt dýraríkið í Oji Zoo en hann er samt mest að fókusa á risa pöndurnar sem búa þarna. Við biðum spennt eftir að sjá dýrin en það var bara annað þeirra úti og lág í þokkabót í skugganum og svaf. Ekki mikið að sjá þar, nema pöndu rass. Við ráfuðum svo beina leið inn í skemmtigarð sem er í miðjum dýragarðinum. Þá lifnaði yfir Úlfaskottinu sem sá fullt af hlutum sem hana langaði til að prófa og gera og hún hálf sveif inn á undan okkur og horfði svo agndofa á öll ljósin og tækin sem voru í boði. Þarna var krúttleg hringekja sem er ekki svo ólík þeirri sem er í Húsdýragarðinum. Ylfa, glögg eins og vanalega, mundi eftir því að Viktoría og Ásdís Katrín fóru í hringekjuna án hennar í sumar og vildi því ólm fara í þessa. Það var því úr að ég skildi fara með henni en Nökkvi stæði á hliðarlínunni og passaði Iðunni og okkar veraldlegu eignir. Við fengum hringekjuna út af fyrir okkur þar sem við misstum rétt af fyrri ferð. Ylfa ætlaði að setjast í hestvagn en ég sagði að það væri nú ekkert spennandi og dróg hana á eftir mér að finna hest. Mér leist líka ekkert á það að fara að reyna troða okkur báðum inn í vagninn. Ylfa valdi sér bláan hest en fór að kjökra þegar ég sagði að hún yrði að sitja á baki þegar tækið færi af stað. Það tók ekki meira en hálfan hring að hætta að vera ógnvekjandi og hún hékk brosandi og spennt á baki á meðan að uppáhalds lagið hennar úr Totoro spilaði í hátölurunum. Mér fannst þetta álíka spennandi og henni sjálfri og hékk fast við hlið hennar. Þeim tókst ágætlega að plokka frá okkur peningana í skemmtigarðinum, við fórum meðal annars í purikura (myndatökubás) og skemmtum okkur vel við að pósa og fíflast með stelpurnar. Ylfa fékk að drekka og við Nökkvi keyptum okkur kók með miklu kaffibragði. Ylfa náði líka að væla sér út íspinna á meðan við Nökkvi jöpluðum á takuyaki og kartöflubátum sem voru fyrir neðan gæðakröfur okkar. Snobbliðið kláraði samt matinn og hélt áfram að skoða dýr og taka myndir. Ylfa var misjafnlega hrædd við dýrin, best fannst henni ef þau voru á bak við þykka glerveggi því þá væri hægt að koma nær án þess að þau næðu í mann. Skógarbirnirnir voru spennandi, sérstaklega sá sem lág ofan í vatninu og settið trínið á rúðuna. Krókódílarnir voru ógnvekjandi þó þeir væru í smærri kantinum. Gíraffarnir voru STÓRIR og áttu helst að vera úti að hennar mati. Ég dáðist af öllum dýrunum og tók myndir eins og trylltur túristi en Ylfa gladdist mest yfir því að finna akarn á gangstéttinni. Það er þó nokkuð um akörn í Totoro svo litla dýrið okkar æpti yfir garðinn "Mamma, DONGURI!!" en svo missti hún það úr kerrunni og foreldrarnir neituðu að leita. Við sáum fílaparið og Ylfa óttaðist það mest að þeir kæmu og ætu Pikachu dúkkuna sem hangir á kerrunni þeirra. Ferðinni lauk svo hjá páfuglabúrinu sem var mesta heppni því það er næsta búr frá pöndunni sem hafði loksins ákveðið að vakna og sat nú upp á þaki og japlaði á bambus. Ég gat smellt mynd af henni úr fjarska en nennti engan vegin að standa í röð til að komast nær. Við héldum heim á leið nokkuð hress með árangurinn. Stelpurnar voru samt orðnar helst til þreyttar þegar við komum heim svo restin af deginum er búin að fara í að slappa af, við vorum komin heim klukkan að ganga fjögur og stelpurnar komnar upp í rúm klukkan 19. Við tókum svakalega mikið af myndum í dag, en hér er toppurinn af ísjakanum. Gjössovel...
Flamingóar - bleikir, hvítir og gráir
Á göngu í "klapp"garði
Ferðafélagarnir
Ástmaður minn Hr. Rauður Panda
Slappað af með gullfiskum
Ylfa skoðar kóala
Ævintýraleg brú, Nökkvi og Ylfa gengu aðeins út á hana
Sofandi panda, við tókum samt mynd til vonar og vara
Það má kaupa gleði í smá tíma
Feðginin alltaf jafn alvarleg
Ef Nökkvi hefði líkamsbyggingu dvergs
Hvar er Jóhanna
Api, ákvað seinna að bera á sér kynfærin þegar honum fannst Nökkvi of ógnandi
Buslu bangsi
"Kisa" = gaupa
Ylfa og Nökkvi skoða dýr, Iðunn las af kortinu á meðan
Listrænn krókódíll (pun fyrir mömmu og pabba)
Sjáðu!
"Um hvað ertu að hugsa?"
-"Ekkert, bara eðludót"
-"Ekkert, bara eðludót"
Þokkafullt
Afslappað lið
Frelsi gíraffans, tekið í gegnum skítuga rúðu
Skuggalega liðið
Emúi (right?)
*Jóhanna tekur mynd af fallegum blómum
Nökkvi: "Hættu að vera faggi"
Nökkvi: "Hættu að vera faggi"
Þessi rétt nennti að skjóta upp hausnum og stakk sér svo aftur á kaf
Að skoða mörgæsir er ágætis afþreying
Hestastytta og skemmtigarður
"Nökkvi skoðar dýrin"
Sofandi Iðunn, sá hvort sem er svo lítið fyrir sólhattinum
Fílarnir
Einn venjulegur og einn albínói. Páfuglar eru töff.
Panda og myndavélar
Þreyttur kerrustjóri
Ylfa að störfum
"Pabbi taktu mynd af mér"
Eins og sjá má hefur Ylfa lært af innfæddum og pósar hér með stæl
Nú gerist ábyggilega ekkert merkilegt í nokkra daga, enda þetta yfirdrifið af myndum (38 stk jafnvel).
-Jóhanna
-Jóhanna
Flottar myndir og þrifalegur dýragarður,
ReplyDeleteog þið hafið fengið að fara út aftur.
Kkv
pabbi
Haha, það var nú bara rétt svo að við fengjum að fara út.
DeleteRauða pandan er æði!
ReplyDeletekv ma