Saturday, September 29, 2012

Kyoto baby! (fullt af myndum)

Eftir vinsamlega ábendingu frá Önnu systur á facebook þori ég ekki öðru en að blogga. Það hefur ekki mikið drifið á daga okkar, bara þetta sama gamla, en í gær fórum við til Kyoto sem er frásögu færandi.

Við áttum að hitta fólk klukkan 13 í Kyoto og þar sem Jón var líka að fara ákváðum við að hittast upp á lestarstöðinni okkar og vera samferða. Dagurinn var nokkurskonar afmælis-thing fyrir Jón sem átti afmæli 25. Eftir leiðinlegustu lestarferð til þessa s.s. Ylfa þreytt og pirruð og Iðunn á öskrinu því hún var þyrst en þar sem það tíðkast ekki að gefa á almanna færi þorði ég ekki að brjóta þá reglu í lestinni sem oft á tíðum var ansi full. Við komumst þó á leiðarenda hálf lurkum lamin og hittum Arisu, Kae, Siggu, Svavar og tvær vinkonur hans úr skólanum við lestarstöðna. Við byrjuðum á því að fara og fá okkur hádegismat sem var bara ljómandi góður, kostaði ekki aðra höndina OG ég fékk ost! Fékk mér litla pizzu með einhverju kjöti á og sat út í horni og malaði meðan ég borðaði. Nökkvi fékk sér líka pizzu og var auðvitað búinn með hana strax en ostasjúklingurinn ég neitaði að gefa honum af minni pizzu.




Ylfa hress á veitingastað


Eftir að hafa sagt skilið við langþráðustu pizzu í lengri tíma héldum við upp á strætó stöð. Förinni var heitið til Kinkakuji sem er ljómandi fallegur staður. Meðan við biðum eftir strætónum sáum við vespu/randaflugu fyrirbæri sem leit út eins og loðinn humar. Það var ógeð. Strætóferðin var allt í lagi en Ylfa vildi frekar vera úti. Á leiðinni bættist Dagbjört í hópinn og þegar við vorum komin að Kinkakuji hittum við líka Kristinn og Jóhann. Note: Öll þessi íslensku nöfn sem þið kannist ekki við eru krakkar úr japönskunni sem eru líka að skiptinemast.


Partur af hópnum að bíða eftir Dagbjörtu


Ylfa sofnaði áður en við náðum að garðinum
Hofið er mjög fallegt og hippinn í mér varð hinn hressasti við það að komast út í smá náttúru. Þó að það væri ekki þverfótað fyrir túristum var samt merkilega friðsælt þarna inni (í garðinum). Við sáum hegra veiða sér síli og svo á öðrum stað hóp af hressum koi fiskum að bursla. Elska koi þeir eru svo fallegir! Það var hálf rigningalegt svo við vorum með regnhlífarnar hálf opnar viðbúin því versta. Ylfa vaknaði þegar regndroparnir fóru að falla og var vægast sagt ringluð, við hverju er svosem að búast ef maður sofnar á einum stað og vaknar á öðrum. Hún var samt kát og spenntist öll upp þegar við gengum framhjá stað þar sem fólk var að kasta klinki. Ég veit ekki nákvæmlega til hvers það var en Ylfu leist vel á það.
Kikakuji, eiginlega alveg eins og húsið sem við leigjum bara gulllitað

Ylfa var hér - meðvitundarlaus
 Arisa, Kae, Nökkvi og Ylfa. Aðgöngumiðarnir áttu að vera til heilla.

Hegri að chilla

Það voru fleirri hús þarna á svæðinu.

KOI!

Klinkfjallið

Það var heljarinnar ganga að labba þarna í gegn. Við vorum orðin svo mörg að það var alltaf verið að stoppa til að athuga hvar hinir væru en við lifðum þetta af og allir komust út í heilu lagi. Ylfa fékk að smakka eitthvað sælgæti í einum sölubásnum og smjattaði glaðlega á því það sem eftir var af garðinum. Við stoppuðum svo til að ákveða hvað við skildum gera næst. Það voru einhverjar hugmyndir um að fara í annað hof en Nökkvi (og fleirri) stungu frekar upp á því að fara í karókí. Ferðin varð strax 50% minna menningarleg en tilhugsunin um að fá að setjast niður og syngja kallaði meira á fólk heldur en að standa í röð og bíða eftir þvi að komast að einhverju hofi. Við höfum líka nánast ár í viðbót til að fara aftur þarna og skoða það sem við slepptum. Þar sem við stóðum komu tvær konur úr sölubás, að ná í skiltið sitt, sem misstu sig yfir Ylfu og Iðunni. Rosalega hljótum við að búa til falleg börn hohoho. Þær klipu í kinnina á Iðunni og sögðu að hún liti út eins og dúkka. Við fórum aftur í strætó og Ylfa var merkilega róleg, svona miðað við fyrri reynslu af strætó og bílveiki. Hún var líka meira en lítið til í að fara að syngja og sagði aftur og aftur "Ég ætla að syngja Tótóró!"

Blörrí Jón, hress Arisa, þreytt Iðunn og skeptískur Nökkvi


Dagbjört og Sigga að syngja Neve gonna give you up með Rick Ashley

Nökkvi að syngja Metro með System of a Down.



Mikið stuð að syngja Bohemian Rhapsody með Queen
 

Totoro, totoro ...!
Eftir að hafa þanið raddböndin fórum við og fengum okkur aftur að borða enda klukkan orðin sjö og fólk svangt eftir daginn. Við fórum á okonomiyaki stað. Þá vorum við Iðunn samt báðar orðnar aðeins of þreyttar og engan vegin samstilltar svo að matartíminn minn fór í það að passa að hún kæmi ekki við hitaplötuna á borðinu og henti ekki öllu á gólfið. Ég held að maturinn hafi verið góður. Þarf klárelga að fara aftur með rólegri börn. Ylfa gúffaði matnum i sig, sem er fyndið því að þegar við erum með okonomiyaki í matinn á íslandi neitar hún yfirleitt að borða (svik og prettir). 
Nökkvi á veitingastað

Arisa, japönsku félagi hans Jóns (held hún heiti Saki) og brot af Jóni


Tannálfurinn á veitingastað


Okonom-nom-iyaki

 Sátum á tvemur borðum, þetta er okkar borð


Hinu megin við veggin var Moe - þær Ylfa eru vinkonur

 Jón að þykjustu blása á kertin á afmælisköku sem Jun kom með.

Jón fékk pakka og Nökkvi líka!

"Takk fyrir miiig" 

Kakan reyndist vera fyrir Jón og Nökkva, krúttin skilja engann útundan!

 Ylfa á réttum stað í lífinu
 Ylfa og Moe spjalla saman yfir kökubita
 Þreyttar mæðgur, ég var sennilega syfjaðari en barnið.
Nökkvi - til yndisauka 
 Partý-Ylfa er ber Ylfa. 

Á heimleið, loksins fékk Ylfa að nota regnhlífina í alvöru.
Við komum heim rétt fyrir miðnætti og Ylfa fór mygluð upp í rúm. Hún sofnaði í lestinni og lét pabba sinn halda á sér heim. Iðunn varð hin hressasta um leið og við ætluðum upp í rúm svo að ég varð að gjöra svo vel að veita henni félagsskap á með Nökkvi og Ylfa hrutu inn í rúmi.
             Þegar  við vöknuðum í morgun var ég með vöðvabólfu, Ylfa lág hálf á gólfinu, Iðunn var úfnari en allt og Nökkvi var með höfuðið til fóta. Ég henti honum "ofur blíðlega" fram úr rúminu og krafðist svefns. Þau voru farin fram með það sama og ég gat legið aðeins lengur. Núna rignir og allir, nema ég, liggja hér sofandi. Ég er samt að vona að það fari að stytta upp hér hangir nefninlega þvottur úti á svölum sem má alveg við því að fá að þorna ( -10 húsmóðurstig fyrir að gleyma þvottinum úti). Þetta ætti að svala bloggþorsta systur minnar í bili.

-Jóhanna




Sunday, September 23, 2012

Sunnudagur til söngva

Í dag fórum við í smá túristaleik og skelltum okkur til Itami sem er staður sem Nökkvi fór á í gær og sá í leiðinni karíókí-stað sem honum langaði að prófa, því þó maður noti sömu keðjuna/fyrirtækið eru þeir misdýrir eftir staðsetningu. Svo við fórum og hoppuðum upp í lest, svo aðra og svo eina í viðbót. Þegar við komum inn í síðustu lestina vissum við ekki hvert við ættum að horfa því það snéru sér allir við í lestinni til að horfa á okkur. Svo byrjaði kórinn: "kawii - kawaii - kawaii". Fólk reyndi eins og það gat að sjá framan í Ylfu og svo breyttist kórinn: "you are cute - you are cute - you are cute" með svaðalegum japönskum hreim ( ju aru kjut ).
             Það er sennilega ekki mikið um túrista á þessum stað þar sem hann er svolítið út úr leið. Við skoðuðum okkur aðeins um og fórum svo í karíókí. Það var svosem allt í lagi, við vorum auðvitað bara tvö með stelpurnar svo þetta var ekkert partý. En samt gaman að komast út og sjá sig um. Iðunn sofnaði og Ylfa var hin orkumesta. Við sungum lög með henni og fyrir hana úr teiknimyndum sem hún er búin að vera að horfa á. Þemalögin úr Ponyo / Ponyo on the cliff by the sea og Totoro / My neighbor Totoro. Hún var snögg að komast upp á lagið og vildi syngja lögin aftur og aftur. Þegar tíminn okkar var búinn var farið að rökkva úti. Ég fattaði að við værum búin að missa af skype stefnumótinu okkar við mömmu og pabba (dem) og fríkaði pínu út. Við róuðum taugarnar (mínar) yfir skyndibita frá McDonald's og héldum svo heim á leið.
           Í síðustu lestinni stóð fólk við hliðiná okkur með lítið barn. Pabbinn var mikið að reyna að spjalla við Ylfu sem var að farast úr svefngalsa og feimni. Það er óhætt að segja að það sé spes blanda. Nökkvi spurði hvað barnið þeirra væri gamalt og fór aðeins að spjalla við parið. Það stóð þó bara stutt yfir því að við þurftum að fara út tvemur stoppum seinna.
          Við komum heim og töluðum við fullt af fólki (Pétur, Signý, Fannar, Ásdísi og Bjarna) og svo fóru stelpurnar að sofa. Ekki halda þó að ævintýrið sé búið. Stuttu eftir að við kveiktum ljósið frammi, eftir að Ylfa sofnaði, komst ég í kynni við kakkalakka. Ég fríkaði út og Nökkvi bjargaði mér. Ég hefði tekið myndir en ég gat bara ómögulega hreyft mig. Mitt helsta sönnunargagn fyrir þessu er örið á sálinni og facebook statusinn sem fylgdi herlegheitunum.
         Ég varð að stoppa í miðju bloggi því að Iðunn var að vakna. Núna er mánudagsmorgun og við erum að fara að reyna að ná sambandi við pabba og mömmu. Hér í lokin eru svo myndir frá því í gær.



Á leið í ævintýri, þetta er í götunni "okkar"


Á lestarstöðinni


Ylfa og stundartaflan fyrir lestina


Burðardýrið Jóhanna


Lestin er komin!


Feðgin


Mæðgur


Iðunn (nýbúin að borða brauð)


Beðið eftir að Ylfa klári að borða, Nökkvi skoðar orðabók á meðan


Nýji myndavélasvipurinn


Söngfugl


Iðunn og vargaskuggi af Ylfu sem stóð yfir henni


Ylfa syngur "Ponyo"


Feðginadúettinn


Á heimleið í lestinni

-Jóhanna

Friday, September 21, 2012

Myndir þrátt fyrir snúruleysi

Harr harr! Ég yfirbugaði vandamálið (vantaði snúruna í myndavélina) þegar ég fann kortalesarann á tölvunni. Svo hér koma myndir!


Onigiri sem við stelpurnar fengum okkur í morgukaffinu


Iss, piss búið að setja barnalæsingu á innstungurnar. Maður finnur sér bara eitthvað annað til að fikta í á meðan.


Strike a pose


Svo ætlaðið mín að taka myndavélina


Puntgrísinn Ylfa með hárið í slaufu.


Undursamleg mynd af feðginunum - hvað sem gerist ekki líta í myndavélina!


Ég með litla gorminn


Tannvargurinn, hér ber að líta tvær uppkomnar og fjórar sem eru komnar í gegn.

-Jóhanna