Koppa/klósettherferðin fór öll forgörðum þessa daga sem Nökkvi var ekki með okkur svo það er verið að vinna í þessu aftur núna. Við komumst ekki hjá því að því leiti að ég neitaði að fara með hana í 19 klukkustunda ferð ef ég ætti að fara að standa upp á fimm mínútna fresti til að hlaupa með henni á klósettið. Ylfa er því svolítið í þeim pakkanum að pissa á sig (og fleirra) og erum við að reyna að taka á því núna.
Aftur að skólaferðinni. Við vorum orðin góðkunn leiðinni upp að lestarstöð svo við örkuðum þangað og fórum þá fyrst að líta á kortið. Sáum þá að við vorum að fara aðra leið heldur en hafði verið teiknuð þar en það skipti nú litlu því þær virkuðu báðar. Eftir smá rölt varð okkur ljóst að það var mun heitara en hafði verið dagana áður og við að labba uppí mót. Ylfa varð hin erfiðasta og vildi láta halda á sér en þegara Nökkvi var kominn að bræðslumörkum og ætlaði að láta hana frá sér trylltist sú stutta. Ekki bara afþví hann hélt ekki á henni heldur líka vegna þess að á gangstíginum voru maurar á hlaupum og henni fannst þeir hræðilegir. Nökkvi átti því ekki annara kosta völ en að halda á henni áfram. Svo náði hún að sníkja sér djús úr vél á leiðinni og varð þá hin spakasta en labbaði eins hægt og mögulegt er, einbeitningin öll á djúsnum. Við þurftum bara að spurja einu sinni til vegar en áttum þá bara örfá skref eftir. Skólinn er hinn glæsilegasti og öll íbúðarhús á leiðinni þangað, frá lestarstöðinni, virkilega flott. Nökkvi var búinn að heyra að það væri "ríkt" hverfi í Nishinomiya og við gerum ráð fyrir því að þetta hafi verið partur af því. Við fundum bygginguna sem strákarnir áttu að fara í og þeir náðu í pappírana sína. Á meðan stálumst við Ylfa á klósettið og sáum meðal annars "holu í gólfinu klósett" sem Ylfu fannst mjög spennandi.
Heimleiðin var öll niður brekkur og því mun bærilegri. Við smökkuðum melónubrauð, sem er delicious og Ylfa stoppaði á róluvelli þar sem hún fór með pabba sínum í hringekju. Ég skaust í búðina og svo fórum við heim. Þá fór Nökkvi aðeins að læra og stelpurnar léku sér í rólegheitum. Þar til síminn hringdi, ég var svosem búin að minnast á það á facebook
"Tók allan tilfinningaskalann áðan. Varð skelfingu lostin því að síminn hringdi, sá eini sem er með númerið mitt er Nökkvi og hann var heima. Þá fattaði ég að þetta væri kerrubúðin að láta vita af kerrunni fríkaði út og gargaði á Nökkva að svara fyrir mig. Beið svo spennt meðan hann talaði og sprakk úr gleði þegar hann sagði að kerran væri komin og hann mætti sækja hana. Nú bíð ég full eftirvæntingar eftir því að Nökkvi og kerran komi heim :D"Svo skellti ég kerrunni saman og nú bíð ég eftir því að Ylfa klári lúrinn sinn svo við getum farið út að prófa gripinn.
-Jóhanna
Mynd af gripnum takk! Með varningnum í :) haha
ReplyDelete