Nökkvi á afmæli vúhú! Í tilefni þess er hann að klára pappírsmálin svo okkur verði ekki hent úr landi. Við fórum öll upp í borgarskrifstofuna fyrr í dag en gleymdum nokkrum pappírum heima svo að við fórum heim og strákarnir fóru aftur út. Nú sefur Iðunn og við Ylfa bíðum eftir því að strákarnir komi aftur heim.
Og nú .... myndir! Þær eru fáar og ekki svo merkilegar en við erum lítið búin að nota myndavélina þessa síðustu daga.
Nökkvi og Ylfa kubba, fyrsta daginn.
Jón brúkar tölvuna við mjög óskipulagt matarborð
Iðunn Heiður borðar hrísgrjón og svínar út.
Litla monsan sefur af sér hitann ... liggjani ofaná sólhattinum sínum
Sveitt Ylfa horfir á teiknimynd og kubbar.
Hress Iðunn með tíkó og litapakka
Erum annars að bíða eftir því að fá betra net áður en við getum farið að spjalla við vini og ættingja á skype/google hangout. Það tók okkur Önnu klukkutíma um daginn að ná almennilegu sambandi og enduðum á skype. En við sjáum hvernig þetta verður þegar netmálin eru komin á hreint.
-Jóhanna
-Jóhanna
Til hamingju med nýja heimilið ykkar. Ekki laust við að ég öfundi ykkur af hitanum þó það líti út fyrir að vera ansi heitt !! Þetta verður örugglega meiriháttar hjá ykkur og þið eigið eflaust eftir að uppskera vel ;) Hlakka til að fylgjast með ykkur þarna úti og vonandi sjá fullt af myndum. Knús í hús til ykkar allra :*
ReplyDeleteHjartanlega til hamingju með 25 ára afmælið Nökkvi!! :) Fínar myndir, og það er greinilega ágætlega heitt hjá ykkur! :) :)
ReplyDeleteHalló kæra fjölskylda.
ReplyDeleteGaman að geta lesið dagbókina og fylgst með lífinu í Langtíburtustan.
Hjartanlega til hamingju með afmælið Nökkvi.
Mér finnst sérstaklega gaman að sjá myndirnar
af ykkur !
Með bestu kveðju frá Höfuðstað vesturlands.
Tolli, Kata, Þorkell & Ronja.